Við erum komin heim eftir dásamlega dvöl í Hollandi, ég er komin heim alveg endurnærð, sólbrún eftir örfáa daga í dásamlegu veðri og ég á smá bágt með að vera komin hingað heim í rigninguna…
Ég ætla að deila með ykkur myndum úr ferðinni á næstu dögum – ferðin snerist um að dekra við einkasoninn áður en en systkinið kemur í heiminn og hann naut sín svo sannarlega og vill helst komast út aftur sem fyrst og ég skil hann svo vel. Mig langar alla vega að vera þarna ennþá þó heima sé auðvitað alltaf best.
En við Aðalsteinn fögnuðum 6 ára sambandsafmæli á föstudaginn síðasta – alveg magnað hvað tíminn líður sérstaklega þegar lífið er svona sérstaklega gott. Veðrið lék við okkur en það var rúmlega 30 stiga hiti á föstudaginn, sól og varla vindur að finna fyrir. Ég er nú varla vön svona hita enda held ég að ég hafi misst nokkur kíló bara vegna svita!
En dagurinn okkar var fullkominn í alla staði og við ákváðum að gleðja bæði okkur og heimilið með fallegri gjöf sem við erum sko vægast sagt alsæl með!
Nespresso kaffivél!
Þessi gersemi er búin að koma sér fyrir uppí hillu inní stofu hjá okkur en við erum sko ekki enn komin með innstungur inní eldhús erum með rafmagn og allt tilbúið en innstungurnar vantar því verður kippt í lag sem allra fyrst :)
Að sjálfsögðu splæstum við í eina góða og væmna paramynd á Instagram á deginum okkar. Þessi dagur var auðvitað þvílíkt æðislegur þrátt fyrir þennan mikla hita. Svo rigndi um kvöldið sem var yndislegt – kældi mann aðeins niður og frískaði uppá mann eftir sveittan dag ;)
En 6 ár síðan ég kynntist mínum yndislega unnusta og verðandi eiginmanni – á þessum tíma hefur ýmislegt gerst eins og er auðvitað eðlilegt og það besta við þau er að sjálfsögðu Tinni Snær og krílið í maganum sem minnir sífellt á sig. Fyrir ykkur sem ekki vitið það enn þá kynntumst við Aðalsteinn þegar Grease var sett upp í Loftkastalanum sumarið 2009 við höfum varla farið frá hvort öðru síðan þá og fluttum inn saman svona einum og hálfum mánuði eftir að við byrjuðum formlega saman.
Ég er vandræðalega ánægð með afmælisgjöfina sem við gáfum hvort öðru en við keyptum kaffivél og mjólkurgræju sem hitar og freyðir mjólk svo nú get ég gert mér almennilegan cappuccino á morgnanna. Svo byrgðum við okkur vel upp af kaffi sem fæst auðvitað ekki hér en þá er gott að eiga einn góðan frænda í Hollandi sem getur fyllt á kaffibyrgðirnar sem er ekki slæmt :)
Við erum svo mikið kaffifólk og þá er auðvitað ómissandi að eiga góða vél heima við!
EH
Skrifa Innlegg