fbpx

Aðdráttarafl í Hafnarborg

Ég Mæli MeðLífið MittTinni & Tumi

Við Tinni skelltum okkur í Hafnarborg fyrir helgi þar sem við kíktum á innsetningu eftir listakonuna Björk Viggósdóttur sem mig hafði langaða að sjá í langan tíma.

„Rýmisverk Bjarkar er áskorun á skynfærin þar sem listamaðurinn leitar eftir þátttöku áhorfandans. Veigamikill hluti innsetningarinnar eru rólur, þær eru tæki til að skynja togkraft aðdráttaraflsins í eigin líkamsþyngd. Við setjumst upp í, hvílum þunga okkar og finnum hvernig við getum slakað á öllum vöðvum sem við notum annars til að halda okkur uppréttum.“

Við Tinni ákváðum að taka þátt og róluðum okkur um sýningarrýmið. Mamman skemmti sér aðeins meira en sonurinn sem var nývaknaður og ekki alveg til í þetta strax.

Ég hvet ykkur til að kíkja í Hafnafjörð við tækifæri – sýningin stendur til 10. mars og þetta er áyggilega góð skemmtun fyrir krakka aðeins eldri en minn:) Svo er veitingastaðurinn Gló á jarðhæðinni um að gera að kíkja líka við þar og fá sér eitthvað gott að borða – ég fékk mér spínatlasagna.

EH

Derek Lam - Létt efni og andstæður

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1