fbpx

Að fjarlægja glimmer naglalakk

Ég Mæli MeðMakeup Tipsneglur

Ég er mikil naglalakksmanneskja og mér finnst gaman að breyta til og vera með glimmer eða doppótt naglaökk t.d. á einni nögl. Ég hef nú deilt með ykkur aðferðinni sem ég nota til að fjarlægja þannig lökk af nöglunum en ég rakst á eina aðferð sem mér líst mun betur á. Aðferðina sá ég HÉR og mig langaði að deila henni með ykkur í þýða yfir á íslensku.

how-to-remove-glitter-nail-polish-w724Byrjið á því að setja naglalakkahreinsi á bómull – setjið nóg af hreinsinum svo bómullinn verði gegnsósa. Setjið bómulinn yfir lakkið og festið hann með því að vefja teygju utanum neglurnar. Ég myndi halda að svona tannréttingarteygjur sem var alla vega hægt að fá í apótekum einu sinni myndu smellpassa.

Leyfið bómulinum að vera á nöglunum í nokkrar mínutur. Sú sem skrifar færsluna segist hafa verið með hann á sér í 3 mínútur. Hún segir að það hafi alveg verið nógur tími þó svo að hún hafi verið með 8 umferðir af OPI glimmerlakki.

how-to-remove-glitter-nail-polish-two-w724Takið svo makeup hreinsiklút og setjið asintone á hann – klútarnir eru sterkari heldur en pappír og bómull sem myndi rifna strax útaf áferð glimmersins. Strjúkið svo þétt yfir nöglina með klútnum eftir að þið hafið fjarlægt bómulinn og glimmerið fer af í einni stroku eða svo segir hún Petra á Glamour.
how-to-remove-glitter-nail-polish-three-w724Ég ætla klárlega að nota þessa aðferð næst þegar ég þarf á henni að halda – sama aðferð ætti að virka til að ná af gellakki. Þegar ég var með það á mér þá notaði ég álþynnur til að fjarlægja lakkið sem varð til þess að ég gat ekkert notað hendurnar á meðan ég var með þær á. Þessi aðferð er held ég aðeins þæginlegri og þið sem eruð viðkvæmar fyrir áferðinni á álpappír ættuð að prófa hana.

EH

Gwyneth fyrir Hugo Boss

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anonymous

    3. September 2013

    Ég hef prófað að hreyfa gegnsósa asentonebómul á nöglinni upp og niður og svo til hliðar og allt fór af án vandkvæða. Eitthvað til að prófa:)

  2. Margret Veigars

    5. September 2013

    Ef thad er ekki hægt ad kaupa svona tannretingarteygjur i apotekum tha finnuru svona litlar teygjur (i øllum regnbogans litum) a hundasnyrtistofum yfirleitt (dekurdyr td ætti ad eiga thær til) ;)

    Takk fyrir info, prufa thetta