… fer ég og held förðunarsýnikennslu á forvarnardaginn í Verzlunarskóla Íslands. Forvarnardagurinn er skipulagður af starfsfólki skólans en hann var þó haldinn fyrst af frumkvæði nemenda. Dagurinn er alltaf haldinn daginn fyrir Nemódaginn sem er árshátíðardagur skólans og á deginum er boðið uppá alls kyns forvitnilega fyrirlestra sem eru einmitt flestir haldnir af fyrrum nemendum skólans eins og mér.
Mér þykir alltaf óskaplega vænt um að fá póstinn frá Kirstínu Huld námsráðgjafa þar sem hún biður mig um að koma og vera með förðunarkennslu. Þó svo að ég sé smá fegin því að vera útskrifuð úr þessum þó skemmtilega skóla er alltaf gott að koma þar inn og heilsa uppá fólkið sem hugsaði svo vel um mann í fjögur ár. Eftir að fyrirlestrinum líkur þá er alltaf boðið uppá vöfflukaffi á kennarastofunni og það er í mestu uppáhaldi hjá mér. Í gær sat ég lengi ásamt öðrum gömlum nemendum, kennurum, námsráðgjöfum og Inga skólastjóra og við ræddum ýmislegt í tengslum við skólann.
Eftir daginn fékk ég senda þessa skemmtilegu mynd frá námsráðgjöfunum sem sýnir frá fyrirlestrinum mínum. Samtals voru 88 stelpur sem fylgdust með mér sýna nokkrar farðanir á samnemanda sínum á 45 mínútum.45 mínútur eru sko ekki langur tími en mér tekst alltaf einhvern veginn að rúlla þessu upp, eflaust er ég orðin sjóuð til þar sem þetta var held ég 3 eða 4 skiptið mitt – get ómögulega munað það.
Ég byrja alltaf á því að fara yfir húðumhirðu, svo tek ég fyrir hvernig mér finnst best að grunna húðina og hvaða vörur henta fyrir böll eins og þær eru að fara á í dag. Þessi skipti sem ég hef verið með kynningar í Versló hef ég verið með vörurnar frá Maybelline, þar er púður sem heitir Superstay og er fullkomið til að strjúka yfir farða til að matta húðina. Það er vatnshelt svo farðinn færist ekkert til þrátt fyrir rigningu, svita eða tár. Svo tek ég fyrir augun, öðru megin síni ég einfalt smoky, ég byrja á því að grunna augnlokið með krenaugnskugga (Color Tatto) og svo nota ég svartan mattan augnskugga yfir og loks gel eyeliner og svo nóg af maskara. Hinum megin síni ég svo basic augnförðun, bananaskyggingu, smá highlighter yfir mitt augnlokið og loks áberandi eyeliner með spíss. Svo sýni ég þeim hvernig á að móta varir með varablýant og bera svo varalitinn á. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu skrautlegar fyrirsæturnar hjá mér eru eftir svona kynningar!
Takk fyrir mig í gær Verslóskvísur og yndislega starfsfólk skólans – hlakka til að sjá ykkur aftur að ári og góða skemmtun í kvöld :)
EH
Skrifa Innlegg