fbpx

9 Líf

FashionShop

Í kjallaranum á ATMO er að finna dásamlega vintage búð þar sem gersemar sem vantar nýtt heimili eru til sölu – bæði fatnaður og húsgögn. Allt sem er þarna inni er sérvalið af stílistum hússins sem vinna þetta í samstarfi við Rauða Krossinn og Góða Hirðinn sem njóta góðs af starfsemnni. Í 9 lífum er að finna alls konar peysur, buxur, skó, pelsa, trefla og jakka allt í ótrúlega fínu ástandi. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók:Ég missti mig smá þarna inni og mátaði alveg fullt en það fór ekkert heim með mér í þetta sinn nema þessi flotta húfa frá Feldur sem er meðal annars fáanleg í Geysi á Skólavörðustíg. Ég var fyrir löngu búin að ákveða að Bumbi skildi eignast þessa en ég ætlaði að bíða aðeins því þær eru bara til í frekar stórum stærðum. Þessi er hins vegar í stærð 50 og lítur út eins og ný og ég fékk hana á rúmar 3000 kr!
Alltaf gaman að fá að gefa svona gersemum nýtt líf og sérstaklega þegar þeir sem minna mega sín njóta góðs af því í leiðinni.

EH

Snjórinn er mættur!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Jovana

    17. November 2012

    Hvernig er verðið í búðinni ? Er það bara eins og i rauðakrossbúðunum ?