fbpx

20% af YSL í Lyf og Heilsu Kringlunni!

Á ÓskalistanumAugnskuggarÉg Mæli MeðFallegtmakeupMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Sjálf er ég búin að bíða ótrúlega spennt eftir vorlínunni frá Yves Saint Laurent. Virkilega fallegar vörur en litirnir eru innblásnir frá rósum. Umbúðirnar finnst mér alveg gullfallegar sérstaklega utan um augnskuggapalletturnar. Reyndar kemur kinnaliturinn ekki til landsins en augnskuggarnir, naglalökkin, varalitirnir, glossin og nýtt laust púður er það sem er meðal annars nýtt frá merkinu.

Ég tók saman nokkrar skemmtilegar myndir af lúkkinu sem er meðal þess sem er núna á sérstökum afslætti. Mér finnst gaman að láta ykkur vita af tilboðum, snyrtivörur kosta alveg pening og það er þá um að gera að nýta sér tilboðin sérstaklega þegar manni langar að kaupa sér eitthvað nýtt, sérstaklega svona snyrtivörur sem maður notar ekki dags daglega. spring2014_yslspring004Mér finnst litirnir í augnskuggapallettunni svo fallegir! Ef þið eruð t.d. með blá augu þá eru þetta fullkomnir litir fyrir ykkur ;)ysl-ss14-nailsMér finnst bleika naglalakkið alveg sjúklega flott, svona mjúkur pastelbleikur litur og frekar kaldur tónn. Þetta er kannski dáldið barbie bleikur litur sem er samt aðeins meira fashion. Litinn sjáið þið aðeins betur á myndinni hér fyrir neðan.YSL 48 Rose Scabiosa swatchedEin af nýjungunum í línunni sem verður framvegis til hjá merkinu eru glossin hér fyrir neðan. Þau eru mjög litsterk og falleg en burstinn er mjög sérstakur en hann er í laginu eins og varir bókstaflega. Hann er sveigður svo hann þekur allar varirnar með þéttum og flottum lit. Ég hlakka mikið til að prófa þessi gloss. Mér finnst alveg magnað hvað snyrtivörumerki eru að fókusera mikið á gloss núna en þau eiga að vera eitt af heitustu förðunartrendum sumarsins. Yves_Saint_Laurent_Flower_Crush_spring_2014_makeup_collection6 Yves-Saint-Laurent-Eyeshadow-Palette-Spring-2014 YSL-Flower-Crush-Makeup-Collection-for-Spring-2014-Cara-DElevigneFyrirsætan Cara Delevingne er andlit YSL og hún hefur nú setið fyrir í nokkrum auglýsingum fyrir merkið síðan síðasta haust. Ég hef mjög gaman að því að sjá hvað hún skartar alltaf ýktri förðun í herferðunum fyrir merkið sem er litmikil og áberandi. Mér finnst gaman að sjá svona ýktari lúkk hjá snyrtivörumerkjum til að sýna konum hvað vörurnar geta gert svo getum við bara aðlagað vörurnar að okkar stíl.

Ég er sérstaklega spennt fyrir glossunum, ég er komin með dökka litinn nú þegar sem ég er spennt að prófa en mig langar mikið að eignast þessa augnskuggapallettu sem er með svo sumarlegum og skemmtilegum litum. Ég ætla klárlega að kíkja inní Lyf og Heilsu og nýta mér þennan afslátt.

Það er sumsé 20% afsláttur af öllu YSL bæði snyrtivörum og ilmum frá deginum í dag og út sunnudaginn en svo er 25% afsláttur af Forever Youth Liberator vörunum frá YSL.

Held að það verði augnskuggapallettan og bleika lakkið sem komi með mér heim úr leiðangri í Lyf og Heilsu eftir vinnu!

EH

Sjáið hvað nýi L'Oreal maskarinn getur - video

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea

    7. March 2014

    Ég er einmitt að fylgja Snyrtibuddunni hjá Lyf og heilsu á instagram og þær voru að posta þessu fallega bleika lakki. Finnst ekki ólíklegt að það verði gripið með á heimleiðinni í dag :)