Mér fannst svona viðeigandi fyrst ég er á leiðinni í sólina aftur í fyrramálið, að það væri kominn tími á smá blogg um Santorini.
Santorini er einn sá allra fallegasti staður sem ég hef komið á. Mér fannst allt fallegt þarna, sama hvert maður horfði, það var allt eins og á póstkorti. Það kom okkur líka á óvart hvað það var hægt að fá ódýran og góðan mat þarna ( sérstaklega eftir að hafa millilent í Hamburg) Líka skemmtileg tilbreyting frá stressaða Íslandi að það gerist allt bara á grískum tíma, allir mjög slakir þarna og allt í takt við það.
Og maturinn gott fólk, guð minn góður.
Ég gæti skrifað svo langt blogg bara um matinn en ég ætla reyna að hafa þetta smá hnitmiðað. Ef þú ert á leiðinni til Grikklands verður þú að smakka : Skordalia, saganaki , souvlaki , gyro, sérstaklega á lucky’s ( mynd nr.2), grillaðan fetaost, tomatokeftedes.
Við fengum líka frábæran mat á stað sem heitir Metaxy Mas (sem einn lesandi benti mér á, takk!!!)
Fyrir áhugsamar bjórdrykkjumanneskjur er Yellow Donkey bjórinn bruggaður á Santorini og er að sögn ástmanns virkilega góður. Ég var persónulega hrifnari af Bubbletea kokteilnum sem ég fékk
Smá bland af myndum. Myndi líklega enda í smásögu ef ég ætlaði að segja ykkur frá öllu. Maturinn varð augljósalega að vera í forgangi.
Við leigðum okkur fjórhjól í viku og náðum þess vegna að sjá nánast alla eyjuna! Keyrðum á mismunandi strandir & skoðum okkur um í höfuðborginni.
Fullkomið frí í alla staði!
x hilrag.
ps. ef það er eitthvað sem þið viljið vita betur um Santorini, endilega kommentið hér fyrir neðan (:
Skrifa Innlegg