Ég er gjörsamlega með þessa sætkartöflumús á heilanum, gæti held ég lifað á henni eintómri.
Datt í hug að væri skemmtilegt að deila “uppskriftinni” hér inná –
Uppskriftin er mjög frjálsleg og maður þarf smá að smakka hana til ef maður vill hafa hana meira spicy eða meira creamy. En þegar ég gerði hana seinast notaði ég :
1 sæta kartöflu (skorin í bita og soðin í vatni þar til alveg mjúk í gegn)
1 ferkst chilli (fræhreinsað og smátt skorið)
3-4 skeiðar af hreinum rjómaosti
smá sítrónu (eða lime) safi
Salt og pipar
Tek vatnið frá kartöflunum, dúndra þeim ásamt öllum innihaldsefnum í matvinnsluvél og set á fullt!
Gott með ..ÖLLU!
x hilrag.
Skrifa Innlegg