Mér finnst smá eins og ég sé í því að flytja dánarfregnir hér inná Trendneti….
Carrie Fisher lést í gær. Hún er líklega best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Leia prinsessa í Star Wars myndunum. Carrie var ekki aðeins leikkona heldur feministi, kvikmyndahandritshöfundur & rithöfundur. Hún ræddi ávallt mjög opinskátt um barráttu sína við eiturlyfjafíkn & geðsjúkdóminn Bipolar sem hún greindist með þegar hún var unglingur.
Virkilega áhugaverð kona – frábær fyrirmynd að svo mörgu leyti.
RIP ♡
x hilrag.
15 áhugaverð quotes frá henni má lesa hér
Skrifa Innlegg