ég var beðin um deila uppskriftinni af þessum ágæta drykk hér á blogginu
uppskriftin er dálítið bara svona “það sem er til í ísskápnum hverju sinni”
en í morgun setti ég :
1 grænt epli
hálfa gúrku
1 lime
ca tvær lúkur af klettasalati
1 litla flösku af floridana engifersafa
fullt af ferskri myntu og engifer
ca 1 glas af klökum
tvær teskeiðar af chia fræjum ( búin að liggja aðeins í bleyti fyrst)
svo eru þessu bara dúndrað öllu saman í blenderinn og ta-da!
ég prófaði að setja klettasalat í staðinn fyrir spínat ( uppselt í báðum búðnum sem ég fór – ég vil kenna meistaramánuðinum um það)
það er dálítið öðruvísi á bragðið en það er um að gera að prófa eitthvað nýtt, e’haggi?
enjoy!
x, hilrag.
ps. þetta er frekar stór uppskrift – en þá er bara til fyrir morgundaginn líka ;)
Skrifa Innlegg