
Við gistum í litlum bæ sem heitir Fréjus og er ca 30 km frá Cannes í Frakklandi.
Hér fyrir ofan má sjá útsýnið af svölunum. Ekki amalegt.
Þessi staður heitir La Pointe de l’Aguille og er smá svona falin leyniströnd.
Ótrúlega gaman að koma þangað. Vorum kannski svona 15 alls á “ströndinni”.
Krakkar klifrandi uppá kletta og stökkvandi í sjóinn. Mjög gaman að snorkla þarna líka. Mind you.. báðar myndir eru filters-lausar. Hrikalega fallegt!
ÍS!
Keyrðum til St. Tropez og skoðum okkur um þar.
Ætluðum að kíkja í fína Chanel húsið en það var því miður lokað.
Fallegt í Aix-en-Provence.
Mamma bjó líka þar þegar hún var yngri svo það var gaman að sjá götuna sem hún bjó í og fleiri staði.
( Fékk allt í einu áhyggjur af því hvað þetta er orðið langt blogg )
Fyrir ofan má sjá
1. Saint Raphaël sem var bær við hliðina á Fréjus, höfnin þar, séð úr parísarhjóli og um kvöld.
2. Saltkaramellu makkarónu & Perrier. Nom.
3. Tvær góðar af gömlu að pósa.
4. Ég fékk held ég 19 bit alla ferðina og ofnæmi fyrir þeim öllum. Var smá eins og fílamaðurinn um allan líkamann.
5. meiri ÍS og matur. Nom.
JÆJA.. lengsta blogg veraldar. Vonandi höfðu þið gaman af !
Ég get ekki enþá birt nein dress úr ferðinni, því ég svo heartbroken yfir að ferðataskan mín hafi týnst :(
x hilrag.






Skrifa Innlegg