fbpx

EVERYBODY’S SPECTACULAR 24-28.ÁGÚST

Þann 24. ágúst hefst hátíðin EVERYBODY´S SPECTACULAR og verður til 28. ágúst. Hátíðin er haldin af Lókal og Reykjavík Dance Festival og er árlegur viðburður. Það er ótrúlega mikið af flottum listamönnum sem koma fram og hátíðin hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár enda ein stór veisla!

Ég ætla mér einhvern veginn að gera þúsund hluti þessa dagana en ég er spenntust fyrir & ætla að reyna sjá þessa viðburði :

Screen Shot 2016-08-23 at 12.51.47

PEACHES á stóra sviði Borgarleikhússins á miðvikudaginn. PEACHES CHRIST SUPERSTAR er rokkópera flutt af einni konu með píanóundirleik. Það eru allir að tala um PEACHES og ég veit einhvernvegin ekkert hverju ég á að búast við en þetta verður eitthvað klikkað show. Lofar góðu.

Screen Shot 2016-08-23 at 12.52.29

STRIPP í Tjarnarbíó. Dance For Me í samstarfi við Olgu Sonju sýna verk byggt á reynslu Olgu sem nektardansari í Þýskalandi en hún vann þar í þrjá mánuði til þess að borga upp námslánin sín. Hljómar eins og áhugaverð saga & öðruvísi viðburður.

Viðtal við Olgu má lesa hér 

Screen Shot 2016-08-23 at 12.53.35

THE ICELANDIC LOVE CORPORATION sýnir PSYCHOGRAPHY. Leynileg sýning þar sem mæting er í Hallgrímskirkju og þú veist síðan ekkert hvað gerist í framhaldinu. Það er stundum hollt demba sér í óvissuna og upplifa eitthvað nýtt eins og þessi sýning býður uppá

Screen Shot 2016-08-23 at 12.55.49

Hópurinn HONORAY NATION sýnir JUST PRETEND I´M NOT HERE. Sýning þar sem áhorfandinn fær að uppgötva sína eigin pöndu. Já takk!

Sjáumst í stuði!

x hilrag.

PS. Svo er Húrra með sérstakan díl á barnum fyrir þá sem eru með passa eða miða á hátíðina.. Næhæææs!

Nánari upplýsingar um viðburði & hátíðina hér

MONDAY -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1