fbpx

DRUSLUGANGAN 2016

13709958_1053205451441219_5176092307634743204_n

Þann 23. júlí verður Druslugangan gengin í sjötta sinn í Reykjavík!

Hún hefst að gömlum sið við Hallgrímskirkju klukkan 14:00, fer þaðan niður Skólavörðustíg og Laugarveg og endar á Austurvelli þar sem verða haldnar ræður og tónleikar eftir þær.

Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis sem hefur stækkað ört með hverju árinu síðan hún var fyrst haldin árið 2011.

Megin markmið göngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum.

Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tíman, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin.

Ég er föst í vinnu eins og svo oft áður en hvet hins vegar ÖLL til að mæta & sýna stuðning! ♥

Dagskrána er hægt að skoða nánar hér 

x hilrag.

DRUSLUPEPPKVÖLD Á HÚRRA

Skrifa Innlegg