fbpx

BOOKS

Það var eitt af markmiðunum mínum fyrir seinasta ár að lesa fleiri bækur.

Ég las alls 19 bækur – sem ég er mjög ánægð með. Datt í hug að deila listanum með ykkur.

1. Þúsund bjartar sólir

2. Viltu vinna milljarð?

3. What shall i wear today?

4. Snjóblinda

5. Bókaþjófurinn

6. Fölsk Nóta

7. Sér grefur gröf

8. Hunger games 1,2,3

9. Korter

10. Apron Anxiety

11. Language of flowers

12. Fifty shades of grey 1,2,3

13. Rof

14. 9 leiðir til lífsorku

15. Hvítfeld

Sumar hafði ég aldrei náð að lesa áður en hinar voru nýjar. Mér fannst þær eiginlega allar mjög skemmtilegar á sinn hátt og mæli eindregið með þeim, tja öllum!

Ég ætla að reyna að halda þessu áfram 2013 og lesa enn fleiri bækur – Mælið þið með einhverjum?

x hilrag, bókaormur.

 

STREETSTYLE OF THE DAY

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    6. January 2013

    Vá þetta þykir mér frekar flott hjá þér.. ég byrjaði á fjórum og kláraði ENGA.. hmm þarf að taka þig mér til fyrirmyndar og allavega klára þessar 4 á þessu ári:)
    Er hinsvegar smá spennt fyrir fifty shades, byrja mögulega á þeirri fyrstu á þessu ári.

  2. Sigurbjörg Metta

    7. January 2013

    Ég man þig, Aska, Horfðu á mig og Brakið eru allt mjög góðar bækur eftir Yrsu!

  3. Alma

    7. January 2013

    Ljósmóðirin eftir Eyrúnu Ingadóttur
    Karítas á striga og Karitas án titils
    Ljósa

  4. Margrét

    7. January 2013

    Vel gert! Ég er alltaf á leiðinni að vera duglegri að lesa líka – gerir manni gott!

  5. dagný

    7. January 2013

    camilla läckberg gerir fína krimma ef þú hefur gaman af þeim.
    ég er sjálf að fara að leggjast í auði övu og hennar bækur, hef heyrt mjög góða hluti um þær.
    ævintýri góða dátans svejks og salka valka eru líka bækur sem ég get lesið aftur og aftur! :)

  6. Kristín

    8. January 2013

    Fyrst þú last Bókaþjófinn þá mæli ég með Skugga vindsins. Mjööög góð bók :)

  7. Heiða

    8. January 2013

    Ég er að lesa bók númer þrjú á þessu ári, markmiðið mitt er að lesa helling af bókum á þessu ári :)
    Ég er búin að lesa Fimmtíu grá skugga, Reykjavíkurnætur og er núna hálfnuð með Fimmtíu dekkri skugga :) Það er hellingur af bókum sem bíða :)

  8. Hilrag

    8. January 2013

    hey snillar!

    takk fyrir þetta :)

    x

  9. nafnlaus

    12. January 2013

    lestu halldór laxness og þórberg þórðarson

  10. eyrún

    22. January 2013

    glerkastalinn – algjör snilld. og karítas bækurnar eftir kristíni marju.