fbpx

Allure – tvær forsíður

Afhverju er það að þegar Olsen systurnar eru fengnar í forsíðumyndatöku fyrir tímarit þá eru alltaf gerðar tvær mismunandi forsíður með sitthvorris systurinni og sett pressa á okkur lesendurnar að velja á milli. Þetta er algjört fyrsta heims vandamál – ég geri mér vel grein fyrir því. En svona í alvörunni það er mjög erfitt að velja.

Nýjasta tímaritið sem tekur uppá þessu er Allure, ef þið vissuð ekki af því blaði þá er það tímarit förðunaráhugamanneskjunnar. Þetta er eina ameríska blaðið sem ég kaupi reglulega enda fæ ég mikið af hugmyndum þega ég les það, læri helling og svo er það mjög skemmtilegt. Allure snyrtivöruverðlaunin eru raunverulega fyrirmynd Reykjavík Fashion Journal verðlaunanna. Snyrtivörumerkjum finnst það öllum mikill heiður og staðfesting þegar vörurnar þeirra eru valdar bestar af sinni tegund af Allure.

image copy 2 image image copy photo

Ég átti dáldið erfitt með að velja en í þetta sinn var það Mary Kate sem varð fyrur valinu en helsta ástæðan var reyndar sú að það blað var betur með farið mér finnst eiginlega forsíðan hennar Ashley betri :)

Mæli hiklaust með Allure fyrir snyrtivörfíklana, blöðin eru alls ekki til á öllum stöðum sem selja blöð. Helst hef ég fundið það í Eymundson Skólavörðustíg eða í Austurstræti.

EH

Maskari sem fær augnhárin til að vaxa

Skrifa Innlegg