fbpx

Þéttar augabrúnir á no time – sýnikennsluvideo

Makeup ArtistMakeup TipsMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSýnikennsla

Þá er komið að því að tileinka frábærri snyrtivöru sitt eigið video. Þetta er litað augabrúnagel sem er nýlegt frá Maybelline og heitir Brow Drama Sculpting Mascara. Gelið mótar og þéttir augabrúnir á engum tíma. En það sem ég kann svo vel við er að það er að lita hárin í augabrúnunum ekki endilega bara húðina í kringum hárin. Ég nota reyndar stundum augnskugga eða púðurlit til að móta augabrúnirnar en þá bara ef ég vil fá meiri skerpingu. Mér finnst það samt alltof mikið dags daglega og þess vegna hentar þetta gel mér ótrúlega vel. Ég er farin að nota það á hverjum degi en ég sýndi ykkur það einmitt fyrst þegar ég gerði videoið með minni daglegu förðun. a1e5ae8a7f-528x297-o

Hér sjáið þið hvernig ég nota augabrúnagelið:

Hér eru mínar augabrúnir fyrir litun…SONY DSC

Hér er svo mynd af mér með miklu þéttari og flottari augabrúnir!SONY DSCÉg veit ekki með ykkur en ég sé hrikalega mikinn mun – sérstaklega fremst í augabrúnunum :)

Eins og ég segi í videoinu þá eru til tveir mismunandi litir, ég er með þann dekkri sem heitir Dark Brown en svo er líka til Medium Brown sem er mun hlýrri litur.

Mæli hiklaust með þessu geli og ef ykkur líst vel á þá ættuð þið að hafa hraðar hendur því það seldist upp mjög hratt síðast :)

EH

Annað Dress

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Hófí

    2. December 2013

    Ég fór einmitt um leið og ég sá fyrra video-ið hjá þér með þessari vöru, og keypti. Ég keypti ljósari litinn og er rosalega ánægð. Hann virkar mjög vel svona dagsdaglega og er sérstaklega góður svona þegar ég hef ekki farið í litun í smá tíma.
    Hugsa að ég prófi dekkri litinn líka til að eiga þegar ég vil að augabrúnirnar fái að njóta sín betur.
    Þetta er alveg snilldar vara og ég hef notað hana daglega síðan ég keypti hana.

    Þúsund þakkir fyrir að benda okkur á þessa frábæru vöru. Hefði bókað farið framhjá mér annars! :)

  2. Hafdís

    2. December 2013

    Takk fyrir skemmtilegt blogg eins og alltaf. Ég var að pæla, er gelið með “blautri áferð” eftir að það er komið á augabrúnirnar? Ég á svo erfitt með þegar það sést vel að þær séu farðaðar.

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. December 2013

      Nei það þornar og verður frekar matt svo augabrúnirnar glansa ekki heldur verða þær bara alveg eins og þetta séu þínar náttúrulegu augabrúnir :)

  3. LV

    2. December 2013

    Vá þetta væri eitthvað fyrir mig, eina sem ég er að spá hvernig virkar þetta þar sem ég er með fá og löng hár en ekki stutt og þétt ?

    -LV

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. December 2013

      Ég er með frekar löng hár en reyndar mörg eða þessi vara virkar mega vel fyrir mig og ég skil ekki afhverju hún ætti ekki að virka fyrir þig ;)

      • LV

        3. December 2013

        Ok takk ég prófa :)

        • Jóna

          3. December 2013

          LV, ég átti svona einu sinni reyndar frá öðru merki, ég er einmitt með fá og löng hár og þetta virkaði frábærlega fyrir mig. Þetta sem ég notaði er löngu hætt að fást svo ég hef alltaf verið í vandræðum síðan. Tók gleði mína á ný þegar ég sá að þetta er komið aftur í búðir frá Maybelline, missti af þessu áður en þetta uppseldist í haust.
          Þetta allavega bjargaði mínum löngu og fáu hárum svakalega :)

  4. Arnrun Lea Einarsdottir

    3. December 2013

    Keypti þetta um daginn og þetta er algjör snilld!

  5. Brynja

    4. December 2013

    Hlakka til að prufa! :)

  6. Mariane

    13. December 2013

    Hvar fæst þessi snilld :)?