Ég er ein af þeim sem er þeirrar skoðunar að Dolce & Gabbana ilmirnir séu framar mörgum öðrum ilmum í heiminum í dag. Ef það kemur nýtt ilmvatn frá þeim verð ég samstundis húkkt á þeim og það er eitthvað við einfalda hönnun ilmvatnsglasanna sem mér finnst ómótstæðileg.
Núna fyrir jólin fékk heildsalan sem er með D&G ilmina leyfi til að hefja sölu á ofboðslega flottu útliti á The One ilmunum sem kemur einungis í takmörkuðu upplagi. Dömuilmurinn er gylltur og herrailmurinn er silfraður. Þetta eru ótrúlega flottar umbúðir – vægast sagt. Ótrúlega veglegar og flottar og mér finnst myndin hér að neðan ekki gefa næstum því nógu góða mynd af því hversu flottir ilmirnir eru í eigin persónu. Það má segja að þetta séu lúxusumbúðir utan um lúxusilmi.
Dömuilmurinn einkennist af andstæðum. Ilminum má lýsa sem austrænum blómailmi sem opnast með ferskum ilmi af Bergamot appelsínum og mandarínum sem blandast við ferskjur og Lychee berjum. Hjarta ilmsins samastendur af Madonna Lilju sem er blóm sem einkennist af kraftmiklum og kvenlegum ilmi. Ilmurinn lokast svo með áberandi sterkum ilm af vanillu.
Herrailmurinn er klassískur og nútímalegur. Þetta er kryddaður austrænn ilmur sem samanstendur af tóbaksnótum og hreinsuðum kryddum. Toppnóturnar einkennast af greipávöxtum, kóríander og basilíku. Kryddaðar nótur sem einkennast af kardimommu og engiferi mynda hjarta ilmsins sem færist síðan yfir í nótur af tóbaki og sedarviði í grunninn.
Andlit The One ilmanna eru leikararnir Scarlett Johanson og Matthew McConaughey. Nýlega birtust þau saman í auglýsingu fyrir ilmina sem enginn annar en Martin Scorcese leikstýrði. Í auglýsingunni birtast þau sem ofboðslega krúttlegt fólk sem greinilega átti einu sinni í ástarsambandi en framtíðin er dáldið óráðin. Þrátt fyrir að vera andlit sama ilmsins – bara dömu og herra – þá hafa þau ekki birst saman í auglýsingu fyr en núna sem gerir þetta dáldið sérstaka auglýsingu. Ég hvet ykkur til að smella á play hér fyrir neðan því hún er virkilega flott. Auglýsingin ber nafnið „Street of Dreams“.
Nú þegar ég er búin að dásam þessa yndislegu ilmi verð ég að koma kvörtun á framfæri – afhverju er ekki hægt að versla förðunarvörur frá D&G hér á Íslandi. Ég væri mjög þakklát ef einhver væri til í að kippa þessu í lag fyrir mig :)úff mér finnst þetta svo flottar vörur – kannski eru þær samt ekki jafn góðar og ég er búin að ímynda mér… Er einhver hér sem hefur reynslu af förðunarvörunum frá D&G?
Ég mæli eindregið með ilmunum frá Dolce & Gabbana í jólapakkana í ár. Sérstaklega The One ilmunum í þessum flottu umbúðum. Elsku pabbi ef þú lest síðuna mína þá langar mömmu rosalega mikið í dömuilminn! ;)
EH
Skrifa Innlegg