fbpx

90’s varir

Ég Mæli MeðKæra dagbókMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniShiseidoSnyrtibuddan mínVarir

10. áratugurinn er ekki bara mættur aftur í tískufatnaðinum heldur líka í förðunarvörum. Mér hefur fundist ákveðin trend sem tilheyra þessum áratug vera að lauma sér aftur inní snyrtivörumerkin. Áður en við vitum af verðum við allar með innrammaðar varir með varablýanti!!

En áður en það gerist er hægt að fara rólega af stað. Varaliturinn sem ég er með hér er hluti af haustlínu Shiseido. Ég er mjög skotin í varalitunum frá Shiseido, þeir eru svo rosalega litsterkir, pigmentin í þeim eru alveg einstök. Þau eru sterk en samt mjög mjúk. Það er mun auðveldara að finna svona sterka varaliti með mattri áferð en hin gerðin hefur reynst mér erfitt að finna.

shiseido90s

Ég er að fýla þennan lit í botn og ég er nú þegar búin að nota hann nokkrum sinnum. Þetta er litur sem passar við allt – hann er svona ljósbrúnn en með bleikum undirtóni. Ég mæli með þessum fyrir konur með ljósan hörundslit eins og ég. Hann gefur andlitinu ofboðslega mjúkt yfirbragð.

shiseido90s4

Hér sjáið þið svo varalitinn sjálfan – liturinn heitir Pink Mesa og er nr PK303

shiseido90s3Mér finnst Shiseido vera vörumerki sem fær stundum ekki alveg það lof sem það á skilið. Sjálf nota ég mikið vörur frá merkinu. En ég á alveg þónokkrar færslur um nýjungar frá merkinu inni. Þær munu birtast allar á næstunni.

EH

Mín upplifun - DreamTone

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. elísa

    11. November 2013

    er búin að leita að svona fínum nude lengi!! hvað kosta þeir eiginlega?? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      17. November 2013

      Kræst hvað ég er ekkert að standa mig í að svara þér kæra Elísa!! En þessi er á um 5000kr ;)

      • elísa

        20. November 2013

        Haha, ekkert mál. Takk kærlega!!:)

  2. Jóna María

    11. November 2013

    Ég leitaði svo lengi að fallegum nude lit og datt loksins niður á Mineralize Rich – Posh Tone frá MAC sem ég get notað bæði daglega og við fínni tilefni.
    Ætla klárlega að kíkja á þennan lit, það er gaman að geta verið með “hlutlausar” varir við meiri augnskugga :)

  3. Elísabet Gunn

    12. November 2013

    Sammála … mér finnst oft erfitt að finna góðan nude. Spennó að prófa þennan. :)

  4. Inga Rós

    12. November 2013

    Rhum Cake frá Maybelline er minn nude litur, hann passar mínum náttúrlega varalit mjög vel. Prufaði að setja hann á aðra stelpu einu sinni og hann var mjög áberandi á henni, fyndið :) Annars elska ég Shiseido (Kanebo) og vil endilega sjá meira um þær vörur frá þér.

    • Reykjavík Fashion Journal

      17. November 2013

      Getur verið að þú sért að ruglast á Sensai sem er Kanebo og Shiseido…? En ég er að fara að taka mig á í þessum Kanebo málum ;)

  5. Hjördís

    12. November 2013

    Hvar er mesta Shiseido vöruúrvalið á Íslandi? :)

  6. Áslaug

    12. November 2013

    Shiseido eru rosalega góðar vörur og fer lítið fyrir þeim.