fbpx

Uppáhalds handáburðirnir mínir

& Other StoriesÉg Mæli MeðHúðSnyrtivörur

Ég veit ekki með ykkur en kuldinn fer ótrúlega illa með hendurnar mínar. Sama þó ég reyni að vera með vettlinga þá þorna hendurnar mínar alveg svakalega. Ég nota mikið handáburði og mig langaði að segja ykkur frá þeim og afhverju þeir eru í uppáhaldi. Ég stalst til að nota krítartöfluna niðrá skrifstofu svo myndin yrði aðeins líflegri og öðruvísi!handáburðir2handáburðir

  1. Hand Lotion Morroccan Tea frá & Other Stories – þessi handáburður ilmar svo ótrúlega vel. Þennan er ég með heima og set á mig fyrir svefninn á meðan ég er með annan hinna á skrifstofunni og svo hinn í töskunni. Ég er vel dekkuð þegar kemur að handáburðum. Ég elska umbúðirnar utan um þennan handáburð sem er líka ótrúlega drjúgur, hálf pumpa er alveg nóg.
  2. Græðir frá Sóley Organics – þennan handáburð dýrka ég, mér finnst hann raunverulega vinna í því að efla rakamyndun í húðinni minni. Hann hefur mjög róandi áhrif á húðina og er með léttum ilm sem ég efast um að muni erta neinn.
  3. Fast Absorbing Hand Cream frá Neutragena – húðvörurnar með norska fánanum ættu margir að kannast við. Ég man eftir kremum frá merkinu síðan ég var pínulítil. Ég hef alltaf verið hrifin af þessum vörum og ég vildi að það væri meira úrval af þeim. Þennan handáburð nota ég ef ég er með mjög slæman þurrk sem veldur mér óþægindum – sem mig svíður í. Þessi hefur samstundis róandi áhrif á húðina því hann smýgur svo hratt inní húðina.

Þessir þrír eru æðislegir. Eina sem er leiðinlegt kannski við þessa færslu er að einn handáburðurinn er ekki fáanlegur hér á Íslandi. En ef þið komist í & Other Stories verslun þá mæli ég með að þið lítið við í snyrtivörudeildinni. Vörurnar þeirra hafa komið mér mikið á óvart.

Þetta eru þær vörur sem redda mínum handaþurrki – ég vona að þessi færsla geti kannski nýst þeim sem eru í sömu sporum og ég :)

EH

Dýrindis gjafir

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. LV

    30. October 2013

    Ég keypti mér frá Body Shop, hann er æði ! Er úr E vítamín línunni og það er lítil lykt af honum, rosa góður til að hafa á náttborðinu :)

    -LV

  2. Katrín

    30. October 2013

    Mæli með græna handáburðinum frá Weleda – ótrúlega feitur (inniheldur m.a. lanólín) en hann er algjör bjargvættur fyrir hendurnar. Góður til að nota á kvöldin.
    Annars mun ég prófa þennan frá Sóley við fyrsta tækifæri! :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      30. October 2013

      Frábær ábending – prófa hann næst:) Ég lærði að meta Weleda vörurnar eftir að ég notaði þær á Tinna – hafði aldrei prófað þær fyrir það.