Ég hef verið mjög hrifin af hönnun Phillips Lim í gegnum tíðina. Mér finnst hann hafa bætt sig sem hönnuður ár frá ári og með nýjustu línunni sinni sannar hann það að hann er einn af bestu hönnuðunum sem sýna á NYFW – alla vega að mínu mati.
Innblásturinn fyrir línunni fékk hann frá jörðinni. Í samtali við style.com segir hann að innblásturinn hafi komið frá því að standa á jörðinni. Munstrið sem er áberandi á mörgum flíkum minnir helst á steina sem eru klofnir í tvennt – skrautsteinar. Reyndar datt mér fyrst í hug að munstrið gæti verið innblásið af landakortum og hvernig hæðarbreytingar í landslagi eru sýnar á þeim. Litirnir eru látlausir og náttúrulegir en til að poppa aðeins uppá pallettuna blandast efni með metaláferð inná milli ásamt mesh efnum. Þetta er falleg sumarlína sem er einföld en leynir mjög á sér. Ég leyfi nú myndunum sem eru allar frá style.com að taka við…
Takið endilega eftir skónnum – sem eru flestir opnir og támjóir í laginu. Ég er ofboðslega skotin í þeim öllum.
Formin á flíkunum eru mjúk sem gera það að verkum að þær virðast mjög léttar sem þær eru eflaust ekki allar. Ég kann vel að meta ljómann á húðinni. Mér finnst alltaf ánægjulegt að sjá að ljómandi húð kemur alltaf aftur í tísku á sumrin. Þannig vil ég hafa mína. Silfurblár augnskuggi var settur yfir allt aunlokið en hann highlightar upp augnsvæðið svo augun ljóma. Takið einnig eftir fyrirsætunum sem eru með blá augu – augun þeirra verða alveg stingandi blá með þessum augnskugga. Svo eru þær með léttan bleiktóna lit á vörunum – áferðin er mött og þið getið ná svipuðu lúkki með því að nota kremaðan kinnalit á varirnar.
Virkilega falleg lína sem ég grinist mjög mikið!
EH
Skrifa Innlegg