Svona áður en ég fer að tala um línuna hennar VB verð ég að sýna þessa krúttlegu mynd sem Victoria birti á Instagraminu sínu áður en sýningin hennar hófst í gær. Fyrir sýninguna beindist athygli áhorfenda að dóttur hennar en ég vona að það hafi breyst eftir að sýningin hófst;)
Mér þykir hönnunarstíllinn hennar Victoriu hafa breyst aðeins í gegnum árin. Sniðin á flíkunum hafa víkkað yfir árin og nú sést varla hvernig líkami er undir flíkunum. Áður voru snið sem hylltu kvenlíkamann meira áberandi hjá Victoriu. Í þessari línu er gott bland af þessum flíkum og svartir og hvítir litir eru áberandi. Línan hefði verið kannski einum of einhæf ef ekki hefði verið fyrir skarpt kassalaga munstur sem birtist á nokkrum flíkum og fylgihlutum sem fyrirsæturnar báru niður pallinn. Ég leyfi myndunum að tala sínu máli…
Enn og aftur verð ég að lýsa undrun minni á notkun rauðtóna augnskugga í kringum augun. Þetta er trend sem að mínu mati hefur verið áberandi á tískupöllunum í of langan tíma núna. Þessi litur fer alls ekki öllum og ef þið horfið vel á myndirnar sjáið þið að þær fyrirsætur sem hann fer ekki eru eins og þær hafi verið vakandi í 3 sólarhringa.
Gerið það fyrir mig að fara varlega í rauðtóna augnskugga – þeir geta verið mjög flottir ef þeir eru notaðir á réttan hátt. Ef þið eruð með brún augu þá þola þau alla litatóna, ef þið eruð með blá augu veljið þá liti sem eru meira útí orange og kopar og ef þið eruð með græn augu þá mæli ég með plómurauðum.
Annars er ég virkilega hrifin af fötunum hennar Victoriu og kann vel að meta breytinguna á sniðunum í gegnum árin. Ég hef alltaf verið meira fyrir víðar flíkur en þröngar;)
Myndirnar eru allar fengnar á style.com
EH
Skrifa Innlegg