fbpx

The Bling Ring

Fræga FólkiðTrend

Ég er búin að vera virkilega spennt að sjá myndina The Bling Ring – en hún er sýnd í Sambíóunum þessa dagana. Um leið og ég hef tækifæri til þá ætla ég að skella mér í stelpubíó.

Ef þið eruð ekki kunnugar myndinni þá fjallar hún um hóp unglinga í Los Angeles sem fara frjálsri hendi um heimili frægs fólks. Myndin er byggð á sönnum atburðum og Sofia Coppola skrifar bæði handritið af myndinni og leikstýrir henni.

Ég frétti það að yfirförðunarfræðingur myndarinnar hafi fengið St. Tropez sérfræðing, Fiona Locke, til liðs við sig til að passa uppá að litarhaft leikaranna væri alltaf fullkomið. Myndin var tekin upp að vori til svo leikararnir voru dáldið ljósir eftir veturinn. Fiona notaði meðal annars sjálfbrúnkufroðuna frá merkinu. Hún segir sjálf að það sé gott að byrja á því að skrúbba húðina áður en sjálfbrúnkan er borin á og ef notast á við froðuna þá er betra að nota hanska til þess.

Leikararnir fóru regluleg í sjálfbrúnkumeðferðir á meðan tökum stóð. Fiona ráðleggur þeim sem vilja að sjálfbrúnkan endist vel og lengi að bera St. Tropez Bodylotion á líkamann á hverjum degi. Ef þið eruð með þurra húð þá er nauðsynlegt að viðhalda góðum raka í húðinni til að koma í veg fyrir að húðin og liturinn flagni af.

Eins og þið vitið þá hef ég mikið prófað og skrifað um þessar sjálfbrúnkuvörur – þið finnið færslurnar HÉR – ég er alveg húkkt á þeim. Ég er eiginlega að pæla í því að skella einni umferð af froðunni á mig í kvöld til að vera frískleg fyrir Menningarnótt. Það er svo einfalt að nota vörurnar og það besta við þær er að það er engin lykt af þeim!!

Mér finnst svo gaman að fá að vita eitthvað smá meira um það sem gerist á bakvið tjöldin í kvikmyndum sem mér finnst spennandi. Ég ætla að mæta með St. Tropez glóð á húðinni í bíó á næstunni!

EH

Truflaðir mattir varalitir

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Pattra's

    23. August 2013

    Hún er bara afbragðs afþreying :) Ég fíla Coppola!!
    Þarf að tékka á St.Tropez er svo agalega þrotuð í tanmálum.

  2. Helga

    23. August 2013

    Hvar fást þessar vörur?