fbpx

Gelnaglalakk sem endist!

Ég Mæli MeðneglurNetverslanirNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Þegar ég er ekki með naglalakk þá líður mér eins og það vanti eitthvað – þar af leiðandi er ég alltaf með eitthvað á nöglunum. Ef ég er ekki með liti þá er ég með naglanæringu. Það eina sem mér finnst leiðinlegt við þessa naglafíkn mína er þegar það fer að kvarnast uppúr lakkinu á nöglunum. Ég á það til að gleyma mér stundum og vera stundum dáldið sein að þrífa neglurnar og laga litinn til. Þess vegna hef ég vanið mig á það að nota alltaf base og top coat til að auka endinguna – mér finnst það virka mjög vel en ekki nærri því eins vel og naglalakkið sem er á nöglunum mínum þessa stundina…

Í síðustu viku fékk ég að prófa nýtt gel naglalakk sem á að endast fullkomið á nöglunum í alltað 2 vikur. Ég var nú ekkert svo bjartsýn í upphafi en eftir að hafa verið með lakkið á mér í viku er ég virkilega hrifin!

Á myndinni hér fyrir neðan var ég búin að vera með lakkið í 4 daga – í dag eru þeir orðnir 8 og lakkið hefur ekkert breyst. Það eina er að neglurnar mínar hafa vaxið smá.

photo SONY DSCMerkið nefninst SensatioNail og er gelnaglalakk sem er svipað og hefur verið hægt að fá á snyrtistofun en núna er hægt að gera þetta bara heima í stofu.

Ég prófaði Starter Kit sem inniheldur primer, base og top coat, lit, hreinsi og hitalampa.
gelcollage SONY DSCHér sjáið þið hvað Starter Kittið inniheldur. Ég valdi mér reyndar dökkbláan lit á neglurnar en það fylgdi rauður litur með. SONY DSCNákvæmar skref fyrir skref leiðbeiningar fylgja og þegar ég var búin að lesa yfir þetta og taka allt til þá tók sirka 4 mínútur að gera hvora hendi.SONY DSCLed lampinn fylgir með og með honum þurfið þið ekki að bíða eftir að lakkið þorni heldur sér hann um að þurrka það.

Ég byrjaði á því að þrífa neglurnar vel og setja primer yfir þær. Næst setti ég base coat og setti fingurnar inní lampann í 30 sek næst setti ég 2 umferðir af litnum og fyrir hverja umferð voru fingurnir inní lambanum í 60 sek. Að lokum setti ég top coat yfir og aftur setti ég fingurnar undir lampann í 30 sek.
SONY DSCHér eru nelgurnar svo tilbúnar – glansandi og flottar.

Eftir þessa 8 daga hefur glansinn ekkert minnkað og ég hef ekki þruft að pæla í nöglununum í allan þennan tíma. Svo þegar kemur að því að taka lakkið af þá byrja ég á því að má glansinn af með naglaþjöl, svo vef ég utan um þær álþynnurnar sem þið sjáið hér fyrir neðan og nota svo sköfuna til að ná restinni af. Miðað við það sem ég hef lesið mér til og heyrt þá er auðvelt að ná lakkinu af – ég vona að það sé rétt:)SONY DSCEf ykkur finnst þetta hljóma spennandi þá er 20% afsláttur af vörunum inná Heimkaup – HÉR. Ef þið pantið hjá þeim þá er í boði frí heimsending – ekki amalegt;)

Núna langar mig bara í fleiri liti – en hver litur á að duga í 10 skipti.

Svona naglalakk er fullkomið fyrir þær sem vilja alltaf vera með flottar neglur en nenna ekki að þurfa að hafa mikið fyrir því. Hentar líka þeim sem þurfa vegna vinnunnar að vera með snyrtilegar neglur. Fyrir þær sem vilja ekki vera með of áberandi liti þá er til nude litur og ljósbleikur – HÉR getið þið skoðað litaúrvalið.

EH

Ómáluð...

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Inga Rós

    10. August 2013

    Óó mig langar svo í. Það er svo tímafrekt að græja þessar blessuðu neglur og ég nenni því bara ekki á nokkurra daga fresti.

      • Inga Rós

        10. August 2013

        Þetta er á góðu verði, held að ég skelli mér á þetta :)

  2. Léna

    10. August 2013

    Spennandi, viltu deila því hvernig gekk að taka það af þegar að því kemur:)

    • Reykjavík Fashion Journal

      10. August 2013

      Já – að sjálfsögðu – ætlaði að reyna að setja allt saman í sömu færslu en tímdi bara ekki að taka það af alveg strax ;)

  3. lena

    13. September 2013

    Hvernig gekk ad taka þetta af?:)

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. September 2013

      úff, ég klúðraði því all svakalega :/ – ég flýtti mér of mikið svo ég endaði á því að þurfa að pússa allt lakkið af og neglurnar mínar urðu ótrúlega þunnar og leiðinlegar… En þetta hefði gengið í sögu ef ég hefði bara farið eftir leiðbeiningunum ;D

  4. lena

    14. September 2013

    Hehe ok, mæliru með tessu semsagt? Er að vinna sem gullsmiður og neglurnar þvi alltaf ógeðslegar, er hætt að nenna að naglalakka mig a hverjum degi því naglalakkið fer alltaf í rúst;)

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. September 2013

      Já algjörlega – alla vega ætla ég að prófa þetta aftur um leið og neglurnar mínar eru komnar í almennilegt ástand ;)… og fara svo eftir leiðbeiningunum þegar ég tek þetta af!

  5. Oddrún

    31. March 2014

    Hvar kaupi ég start pakkan