fbpx

Bloggáskorun #7 – flottasta stjarnan

Bobbi BrownFallegtFræga FólkiðLancomemakeupMyndirNáðu LúkkinuStíllYSL

Dagur 7: Hvaða stjarna finnst þér bera af þegar kemur að förðun?

Ég er mikið búin að vera að hugsa um þetta fram og til baka og hef loksins komist að niðurstöðu. Þetta með stjörnurnar er nefninlega svolítið erfitt þar sem þær eru margar hverjar með sinn eigin makeup artista sem sér um að þær séu fínar. Mig langaði svo að sú sem ég myndi fjalla um væri svolítið sjálfstæð í þessum efnum. Svo mundi ég eftir einni gullfallegri sem ég hef lesið mér til um að farði sig sjálf meirað segja á brúðkaupsdaginn sinn. Það er kannski skrítið að segja að hún sé stjarna en hún er hertogaynja og prinsessa.

Ef þið eruð ekki búnar að átta ykkur á því þá er ég að sjálfsögðu að tala um Catherine Middleton hertogaynjuna af Camebridge. Ég man þegar ég las mér til um það að hún hafi séð um sína eigin förðun fyrir brúðkaup sitt og Villhjálms Bretaprins. Fyrir stóra daginn fór hún í nokkrar kennslustundir hjá Arabellu Preston sem er förðunarfræðingur sem sérhæfir sig í brúðarförðunum. Hún er alltaf með svo fallega og ljómandi húð. Hún hefur þetta líka bara einfalt og heldur sig við svipað lúkk sem er sniðugt hjá henni þar sem hún veit hvað fer henni. Ég held að það sé nú án efa erfitt að vera í stöðunni sem hún er þar sem allir eru að fylgjast með henni stanslaust og gagnrýna hana um leið og hún stígur feilspor. Augnförðunin er venjulega í brúntóna litum svo er hún alltaf með svartan eyeliner og svartan maskara. Hún er með dökka augnumgjörð og með dökkbrúnt hár svo það hentar henni vel – svona förðun myndi líklega vera aðeins of mikið af því góða fyrir þær sem eru ljósari yfirlitum en hún.

Ég rakst á lista yfir förðunarvörurnar sem hún á að hafa notað á brúðkaupsdaginn, ég rak augun í nokkrar snyrtivörur sem ég hef notað í gegnum tíðina. Flestar vörurnar held ég að fáist hér svo það ætti að vera leikur einn að leika förðunina eftir.

– Gullpenninn frá YSL: ég er einmitt nýbúin að fjalla um hann HÉR
– Hypnose maskarinn frá Lancome
– Hydra Zen Neurocalm rakakrem frá Lancome
– Farði frá Bobbi Brown – það stóð nú ekki hvaða farða
– Svarti gel eyelinerinn frá Bobbi Brown – æðislegur!
– Varalitur í litnum Sandwash Pink og Crystal Lip varagloss frá Bobbi Brown

Hún er að nota vörur frá ótrúlega góðum merkjum hún er greinilega með það á hreinu að velja gæði:) Catherine er líka með besta fegurðarráðið á hreinu – en það er að brosa :D

Gullfalleg stjarna og ég er sátt með valið mitt! – Hvaða stjörnu mynduð þið velja?

EH

Ný Snyrtivöruverslun

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. --

    27. June 2013

    Mér hefur alltaf fundist hún mála sig aðeins of mikið, dökkar augabrúnir og augu og mikið sólarpúður og kinnalitur.

    • Já, hún hefur nú alveg farið of langt stundum – en mér finnst hún alltaf voðalega snyrtileg svona uppá síðkastið ;)

  2. loa

    28. June 2013

    mér finnst hún alltaf glæsileg:)