fbpx

Bloggáskorun #3 – Hvar finnst þér best að versla snyrtivörur?

Ég hafði bara engan áhuga á að sitja inní í tölvunni í gær og blogga – svo ég ákvað að fresta áskoruninni um einn dag.

3. bloggáskorunin felst í því að segja frá því hvar mér finnst best að versla snyrtivörur. Hér á Íslandi finnst mér bara ein verslun koma til greina og það er Hagkaup í Smáralind. Þar er að finna langflest snyrtivörumerkin bæði þessi high end og þau sem eru ódýrari. Ef það er Tax Free í gangi í Hagkaupum vel ég alltaf hiklaust að fara þangað frekar en eitthvað annað. Það eina sem mér finnst vanta er MAC – en þá er nú stutt að rölta við í Debenhams og hægt að koma við í Makeup Store á leiðinni;)

Mig dreymir samt um að við hér á Íslandi fáum einhver tíman aðgang að snyrtivöruverslunum eins og Magasin í Kaupmannahöfn eða Sephora verslun. Ég hef komið í tvær Sephora verslanir – í París og í Kaupmannahöfn. Verslunin í Kaupmannahöfn olli mér vonbrigðum miðað við það sem ég sá í París – ef ég hefði fengið eitthverju ráðið þá hefði ég flutt lögheimilið mitt þangað.

Þessi er tekin í júní 2011 í Sephora á Champs Elysées – í sirka miðju verslunarinnar, sitt hvorum megin við mig voru sölubásar frá MAC, fyrir aftan mig nánast öll snyrtivörumerki sem ég hef heyrt um og mörg sem ég hafði aldrei séð áður og fyrir framan mig ilmir og alls konar makeup fylgihlutir. Algjör draumaverslun!

Hver veit nema einn daginn ég leggi í það verkefni að færa íslenskum snyrtivöruaðdaéndum eina svona fína verslun en þangað til dugar Hagkaup í Smáralind mér og rúmlega það!

EH

Kavíar Neglur

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Marta Kristín

    21. June 2013

    Um daginn fór ég í Hagkaup til að versla í matinn þegar ég sá taxfree að snyrtivörum og ég svona sagði eiginlega upphátt “æjæj”. Meina það er ekki hægt að sleppa því að versla í Hagkaup þegar það er taxfree :)

  2. sigga

    21. June 2013

    það er Iglo búð að opna i kringlunni, eg for i hana i póllandi um daginn og ef ad búðin á íslandi verður með svipað verð og þar, þá er það sko eitthvad til ad hlakka til!

    • Já ég var búin að heyra að það væri ný snyrtivöruverslun að opna í Kringlunni – heitir hún Iglo eins og barnafatamerkið ?

  3. Guðrún

    23. June 2013

    Haha, nei hún heitir Inglot :)