fbpx

Sokkabuxnahálsmen

Ég fékk inn spurningu í gegnum netfangið mitt sem snerti kögurhálsmenið sem ég er með á forsíðuborðanum mínum. Spurningin var um hvernig ég gerði það…

Þetta er nú bara mjög einfalt, ég klippti sokkabuxur á alls konar litum niður í ræmur, sirka 1cm á breidd – togaði þær svo aðeins til svo þær rúlluðust saman. Svo notaði ég einn legg af  svörtum nylon sokkabuxum og batt ræmurnar á hann – svo batt ég bara svarta legginn utan um hálsinn. En það tók dáldinn tíma og mikið af sokkabuxum til að fá það svona stórt og mikið;)

Mig langaði svo að leyfa fleiri hálsmenum sem ég hef föndrað úr sokkabuxum með í færslunni – eins og þið sjáið vonandi þá er hægt að nota sokkabuxur í alls konar fínerí. Mín hálsmen eru öll úr ónotuðum sokkabuxum en þegar ég var í sem mestu föndurstuði hafði ég aðgang að sokkabuxnaprufum sem ég nýtti mér.Svo hef ég líka reynt að gera þessi einföldustu aðeins öðruvísi með því að þræða tréperlum uppá ræmurnar – ég fékk þessar í Tiger.Hálsmenið fræga;)Svo hef ég líka gert svona hálsmen þar sem ég hnýti saman sokkabuxurnar og föndra eitthvað sem mér finnst helst líkjast kóröllum…og svo auðvitað kúluhárböndin mín – hef aðeins verið að fikra mig áfram með að gera þau sérstakari með því að lita sokkabuxurnar;)

Það er hægt að gera ýmislegt úr sokkabuxum eins og þið sjáið :D

EH

Óvenjulegar Snyrtivörur

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Selma

    21. May 2013

    Gaman að lesa færslurnar þínar, vinn með pabba þínum í Norðlingaskóla, fannst nafnaveislufærslan mjög skemmtileg. Ég mun klárlega prófa sokkabuxnaföndrið þar sem ég var einmitt á leiðinni að henda heilum helling af sokkabuxum.

  2. Elísabet Gunnars

    22. May 2013

    Svo fínt ! x

  3. Iona

    22. May 2013

    Ofsa fínt og sniðug hugmynd :)

  4. loa

    23. May 2013

    Snilld!!
    Flinkust:)