Litli molinn minn er búinn að vera veikur núna síðan á miðvikudaginn en hann er með gin og klaufaveiki og mömmuhjartað er alveg búið að vera í molum síðan þá. Svo er ég sjálf búin að vera slöpp – sem ég held að séu samúðarveikindi. Síðustu dagar eru búnir að einkennast af miklu kúri, gráti og slappleika. En Tinninn minn er allur að koma til og á morgun ætlar mamman að mæta á Tískudaga í Smáralind og vera þar nánast allan daginn.
Það er ekki oft sem bloggið mitt fær að mæta afgangi en þegar litla ljósið mitt er lasið þá fer það neðst á listann minn.
Ég hvet ykkur til að mæta í Smáralind á morgun – það verður fjör! Ég er sérstaklega spennt fyrir Mugison tónleikunum, það verður eitthvað:)
EH
Skrifa Innlegg