Þegar ég var uppá mitt besta í kvöldlífi Reykjavíkurborgar þá var kvöldið fyrir Skírnardag vinsælt til að sletta aðeins úr klaufunum. Ef þið eruð hugmyndasnauðar fyrir makeup lúkk kvöldsins þá er hér hugmynd frá mér…
- Blandið smá fljótandi highlighter saman við farðann ykkar til að fá þessa flottu ljómandi áferð á húðina.
- Setjið rauðan kremaðan kinnalit á epli kinnanna.
- Sanseraður bronsaugnkuggi – setjið hann yfir allt augnlokið og meðfram neðri augnhárunum.
- Setjið eyeliner meðfram efri augnhárunum. Breikkið línuna smám saman eftir því sem þið færið ykkur lengra inná augnlokið. Setjið svo smá spíss á endann.
- Setjið kolsvartan maskara á augnhárin og nóg af honum – sérstaklega á neðri augnhárin.
- Bætið smá fljótandi highlighter í kringum varirnar og setjið svo léttan glossmikinn eldrauðan varalit á varirnar.
Góða skemmtun í kvöld – dansið fyrir mig!
EH
Skrifa Innlegg