Tískuhúsið Gucci hefur skapað sér stórt nafn í snyrtivöruheiminum með ilmunum sínum. Áður hafa komið út Gucci Guilty, Gucci Guilty Intense og nú eru komnir nýir ilmir Gucci Guilty Black.
Hvert ilmvatn er þriggja laga, það er efsta lagið sem kallað er toppnótur, miðju lagið miðnótur og undistöðu lagið sem kallast grunnnótur. Fyrst þegar þið spreyið ilmvatninu á ykkur finnið þið ilminn af toppnótunum sem fer síðan smám saman útí miðnóturnar og verður að lokum að grunnótunum en ilmurinn af þeim er sá sem mun vera sem lengst á húðinni ykkar.
Ilmirnir eru mun djarfari, ástríðufyllri og ögrandi en fyrirrennarar þeirra. Í sitthvoru lagi eru þeir stórkostlegir en saman óstöðvandi. Ég hvet ykkur til að kíkja á þá næst þegar þið eigið leið hjá snyrtivörudeild/búð og prófa því þessi lýsingarorð smellpassa þeim.
Gucci Guilty kvenilmurinn nær ahygli manns með samspili safaríkra rauðra ávaxta og bleiks pipars í toppnótunum sem færist svo í hindberja- og ferskjuilm sem verður að lokum að hinum einkennandi ilm Gucci ilmanna patchouli (jurt í myntufjölskyldunni) sem gefur þessa ávanabindandi löngunartilfinningu sem er vísað til í auglýsingum um ilmina. Svo er það amber sem gefur kvenleikan í ilminn.
Gucci Guilty karlilmurinn er með ilm af kóríander og lavander í toppnótum, miðnóturnar einkennast af appelsínublómum og nerólí – sem er ilmur sem er líka unnin úr appelsínutrjám. Patcouli ilmurinn er svo einnig í grunnnótunum í karlilminum eins og kvenilminum en hér blandast hann saman við sedrusvið og öðlast þannig nýjan styrkleika. Þrátt fyrir að hafa svipaða grunntóna þá eru karl- kvenilmirnir mjög ólíkir en það sem sameinar þá er aðalsmerki Gucci-ilmanna patchouli.
Á mörgum heimasíðum sem ég hef verið að lesa mér til um kemur fram að það sé best að spreya ilminum á púlssvæði líkamans – þar sem púlsinn okkar finnst. Undir kjálkann og innan á úlnliðina þá blossar ilmurinn upp í hvert sinn sem hjartað slær. Á mörgum síðum er líka ráðlagt að setja ilminn á bakvið eyrun eða jafnvel að úða því létt yfir hárið.
Það fer ekki minni hugsun í umbúðirnar en vörumerkið er þekkt fyrir þessa liti, rautt og grænt. Litirnir gefa það í skyn að þetta sé vara sem er framleidd á Ítalíu og er arfleið vellystinga. Hér eru þeir svo notaðir í sitthvoru lagi rautt fyrir konur og grænt fyrir karla. G-in tvö framan á glösunum finnst mér samt það flottasta við umbúðirnar sérstaklega á kvenilminum. Saman skapa stafirnir hið fullkomna logo fyrir ilmina – Gucci Guilty.
Mér finnst eitthvað ótrúlega sérstakt og aðlaðandi við Gucci Guilty kvenilminn, núna hef ég vanið mig á það að nota ilmi eftir tilefni og tíma dags. Ég fæ búst af sjálfstrausti þegar ég er með þennan ilm á mér ég get eiginlega ekki alveg útskýrt tilfinninguna en hún er sú sama og ég fæ þegar ég er með eldrauðan varalit – það er eitthvað við þennan rauða lit sem er svo aðlaðandi og ögrandi.
EH
Skrifa Innlegg