fbpx

Fallegt Ungbarnamerki á Pop Up í ATMO

Ég Mæli MeðFallegtTinni & Tumi

Barnakonan ég er langspenntust fyrir að fara að kíkja á vörurnar frá merkinu Jónsdóttir & co. á Pop Up markaðnum sem opnar í ATMO á eftir kl 18:00. Mér finnst Pop Up markaðirnir ótrúlega skemmtilegir, gefa manni tækifæri til að kynnast nýrri hönnun og nálgast hana beint frá hönnuðinum. Ég tók fyrst eftir þessu merki inní versluninni Minju á Skólavörðustígnum þá voru það Stubbasamfellurnar sem vöktu athygli mína og mér til mikillar hamingju þá fékk Tinni hana í sængugjöf frá langömmu sinni. Hann passar reyndar ekki alveg í hana strax en það styttist ábyggilega í það – hún er fyrir 6 mánaða en hann er nú þegar í samfellum í stærðum 62-68 fer eftir efnunum en hann er bara 10 vikna…. Ég heyrði aðeins í Ragnhildi Önnu Jónsdóttur, hönnuði merkisins og fékk að vita smá um þetta fallega litla ungbarnamerki.

„Fyrir tveimur árum ákvað ég að prufa eitthvað alveg nýtt. Stofna mitt eigið merki Jónsdóttir & co og sjá hvert það myndi leiða mig. Úr varð að ég sérhæfði mig í ungbarnavörum samfellum, smekkjum og náttgöllum úr lífrænni bómull. Bómullin er tínd og unnin í Tansaníu og hefur Fair Traid vottun.En það er eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt að vita að þeir sem vinna að vörunni fá greitt fyrir sína vinnu og góðan aðbúnað. Hér heima er það svo Vinnustofan Ás sem er verndaður vinnustaður sem saumar litla taupoka sem flestallar vörur Jónsdóttir & co koma í. Að öðru leyti er vinnan við að hanna og prenta á samfellurnar, strauja og pakka fjölskylduverk því maðurinn minn prentar á litlu samfellurnar og ég tek þær svo og strauja og pakka þeim inn. Síðan má segja að við komum bæði að hönnuninni. Hann átti t.d. hugmyndina að vinna með Stubb sem er það verkefni sem kom Jónsdóttir & co á flug.“ Vörurnar er hægt að fá á Pop Up markaðnum sem opnar í ATMO í kvöld og verður þar út laugardaginn annars fást vörurnar í Epal, Minju, Safnabúð Þjóðminjasafnsins, Púkó og Smart, Garðheimum, Sirku og @home Akranesi en þið getið líka verslað þær í gegnum heimasíðuna HÉR 

Þessi samfella er á innkaupalistanum og henni er ætlað að vera sængugjöf fyrir eina vinkonu sem á von á lítilli prinsessu – og ef hún les þetta og fattar að um hana sé að ræða þá verður bara að hafa það;)

Pop Up markaðurinn er einn af mörgum spennandi atburðum sem eru núna um helgina það er nauðsynlegt að taka rölt um bæinn á laugardaginn ef þið eruð ekki í Hörpunni eins og ég á RFF;)

EH

Nýtt í Snyrtibuddunni

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Saga**

    15. March 2013

    Miikið eru þetta fallegar samfellur! þarf að eignast svona fyrir Magdalenu mína þegar ég mæti næst á klakann :) :)

    • Já þær eru æðislegar! Mér finnst líka svo gaman hvað er lagt mikið uppúr því að þetta séu gæða vörur;)