fbpx

Brúnn Maskari!

DiorÉg Mæli MeðmakeupMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Hafið þið tekið eftir Dior vefborðanum hér á Trendnet – þar er verið að auglýsa nýjasta maskarann hjá þeim og ég er búin að prófa hann! Ég ákvað að breyta samt aðeins útaf venjunni og prófaði hann í brúnu!

Brúnn maskari gefur augnhárunum náttúrulegan lit hvort sem þið eruð með dökk eða ljós augnhár. Ég man að þegar ég fermdist gaf mamma mér fyrsta maskarann minn, hann var brúnn og mér fannst svo fullorðins að fá að vera með maskara. Ég fékk síðan að nota hann við tilefni sem töldust hátíðleg:)

Það sem einkennir Dior maskarana eru burstarnir þeir eru alltaf einstakir og fyrirtækið leggur alltaf mikla vinnu í að þróa góða bursta.

Ég hef verð mjög hrifin og mjög ánægð með maskarana frá Dior. Nýjasti maskarinn frá þeim er með sveigðum bursta. Ég get pælt alveg endalaust í maskaraburstum og prófa mig mikið áfram með þá. Það er auðvitað aðeins meira af leiðum að nota svona „óvenjulega“ bursta eins og þennan. Ég byrjaði á því að setja nóg af maskara á augnhárin fyrst svo þegar þau eru rétt byrjuð að harðna þá móta ég þau með greiðunni. Með þennan maskara fannst mér ég fá rosa flotta lyftingu á augnhárin með því að bera burstann að augnhárunum þannig hann væri eins og öfugt U þannig dreifast þau líka jafnt. Hárin á burstanum sitja þétt saman og eru löng svo þau umlykja alveg augnhárin – sem mér finnst mjög mikilvægt.

Um maskarann sjálfan segir að hann sveigi augnhárin og gefi þeim aukið umfang. Eftir að hafa prófað hann nokkrum sinnum get ég tekið undir það og sagt líka að lyftingin á augnhárunum helst mjög vel yfir daginn. Hárin síga ekki niður aftur.

Í tilefni...

Skrifa Innlegg