fbpx

Instagram Nýjung

Eruð þið búin að sjá það nýjasta frá Instagram? Nú getið þið farið inná prófílinn ykkar og fylgst með myndunum inná netinu. Þið sláið bara inn instagram.com/ – og svo notendanafnið ykkar. Ég er t.d. instagram.com/ernahrund. Mér finnst þetta alveg brilliant því ég veit ekki hvar ég væri stödd í lífinu ef það væri ekki fyrir þetta sniðuga snjallforrit – ég ætti alla vega ekki eins mikið af fínum myndum eða gæti ekki fylgst með skemmtilegum augnablikum í lífum fólksins míns – svo ég tali nú ekki um alla makeup snillingana sem eg fylgist með og stel smá innblástri hjá stöku sinnum.

Munið svo að merkja ykkar trendmóment á Instagram með #trendlight og #trendnet – ég renn reglulega í gegnum allar myndirnar og mér finnst svo gaman að sjá og skoða flottu myndirnar ykkar!

Ein mynd greip athygli mína um daginn frá notandanum tinapaicee þar sem hún var búin að klippa lokið af Coke Light tískudósinni og notði hana til að geyma burstana sína – sem eru m.a. frá Real Techniques og ég er akkurat að fara að sækja mína á pósthúsið á morgun – svolítið spennt!

Ætla að stelast til að fá að birta hana – ég vona að það sé í lagi:)

Tækni EH

Pat McGrath

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Tina

    8. November 2012

    Takk fyrir:) Gaman að fá að vera með;)

  2. Anna

    8. November 2012

    Hvar pantaðir þú burstana og hvernig er verðið að koma út eftir öll gjöld?
    Mig langar svo rosalega í þá……og hvaða bursta pantaðir þú?

  3. halla

    8. November 2012

    veistu eitthvða hvernig hún fór að því að klippa opnuna af?

    kv.
    Bryndis

    • Reykjavík Fashion Journal

      8. November 2012

      nei því miður… kannski sér hún kommentið þitt og getur svarað þér, en mér dettur helst í hug að það sé hægt að nota dósaopnara..:)

  4. bryndis

    8. November 2012

    vúps gleymdi að breyta nafninu :)

    • Tina

      8. November 2012

      Já ég notaði bara dósaopnara:)

  5. Sigrún

    12. November 2012

    Gætiru skellt inn einhverjum notendanöfnum hjá makeup snillingunum sem þú ert að followa á instagram? :)
    Annars kíki ég hingað inn á hverjum degi og finnst alltaf jafn gaman að skoða! er líka að vinna mig aftur í tímann að skoða gamlar færslur og er komin á síðu 107, haha!
    En þú ert frábær!

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. November 2012

      En gaman að heyra – ég fer eiginlega bara hjá mér:):) En já það er snilldarhugmynd ég er einmitt með nokkrar sem mér finnst must að hafa á Instagram!

  6. Rakel

    17. November 2012

    Hvernig eru Real Techniques burstarnir? Mæliru með þeim?

    • Reykjavík Fashion Journal

      17. November 2012

      ohh… þeir eru ekki enn komnir… hélt þeir væru að koma þarna um daginn en þá var það annar pakki;) En þeir eru að koma alla leið frá LA svo það getur tekið sirka 4 vikur svo ég vona að ég fái að prófa þá í næstu viku – þá geri ég nú almennilegt blogg um þá!

      • Rakel

        18. November 2012

        Okei snilld, bíð spennt :)