Ég hef nokkrum sinnum áður minnst á vöruna primer hér á blogginu en ég ákvað að taka þetta skrefinu lengra og síðan í nóvember er ég búin að vera að prófa nokkra primera og hér fyrir neðan getið þið lesið ykkur vel til um hvern og einn.
Primer er snyrtivara sem hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarið á almennum markaði – það er ekki langt síðan primerar voru bara leyndarmál sem makeup artistar héldu fyrir sig. En með tilkomu snyrtivörumerkja eins og Smashbox sem er líklega þekktast fyrir að vera með mikið úrval af primer-um þá getur hver sem er nýtt sér þetta leyndarmál í sína þágu.
Hlutverk primera er að undirbúa yfirborð húðarinnar fyrir farðann. Ég set primer alltaf undir farðann en á eftir rakakreminu – nema annað sé sérstaklega tekið fram á umbúðum vörunnar ef ég væri t.d. að nota rakaprimer þá myndi ég líklegast ekki þurfa að nota rakakrem á undan. En langflestir primerar gefa húðinni ekki eins mikinn raka og rakakrem svo ég mæli með því að þið sleppið því ekki – sérstaklega ef þið eruð með þurra húð.
Primerarnir sem ég prófaði eiga það allir sameiginlegt að þeir gera yfirborð húðarinnar okkar ennþá fallegra og fullkomnara. Þeir gefa henni glóð og fylla uppí ójöfnur eins og ör og fínar línur.
Ég vona að þessi umfjöllun mín hjálpi ykkur við val á primerum – ef þið farið svo útí næstu verslun sem selur snyrtivörur þá mæli ég með að þið prófið að bera primer á handabakið til að finna áferðina eða á hnúana (fingurliðina) – þá sjáið þið hvernig þeir fylla í ójöfnurnar og slétta yfirborð húðarinnar.
Ekki hika svo við að senda mér spurningar um þessa eða aðra primera – hvort sem það er hér á blogginu eða á ernahrund@trendnet.is:)
Ohh hvað er gott að vera komin aftur!!
EH
Skrifa Innlegg