fbpx

Hvað er eiginlega Primer?

DiorÉg Mæli MeðlorealmakeupMakeup TipsMaybellineShiseidoSmashbox

Ég hef nokkrum sinnum áður minnst á vöruna primer hér á blogginu en ég ákvað að taka þetta skrefinu lengra og síðan í nóvember er ég búin að vera að prófa nokkra primera og hér fyrir neðan getið þið lesið ykkur vel til um hvern og einn.

Primer er snyrtivara sem hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarið á almennum markaði – það er ekki langt síðan primerar voru bara leyndarmál sem makeup artistar héldu fyrir sig. En með tilkomu snyrtivörumerkja eins og Smashbox sem er líklega þekktast fyrir að vera með mikið úrval af primer-um þá getur hver sem er nýtt sér þetta leyndarmál í sína þágu.

Hlutverk primera er að undirbúa yfirborð húðarinnar fyrir farðann. Ég set primer alltaf undir farðann en á eftir rakakreminu – nema annað sé sérstaklega tekið fram á umbúðum vörunnar ef ég væri t.d. að nota rakaprimer þá myndi ég líklegast ekki þurfa að nota rakakrem á undan. En langflestir primerar gefa húðinni ekki eins mikinn raka og rakakrem svo ég mæli með því að þið sleppið því ekki – sérstaklega ef þið eruð með þurra húð.

Primerarnir sem ég prófaði eiga það allir sameiginlegt að þeir gera yfirborð húðarinnar okkar ennþá fallegra og fullkomnara. Þeir gefa henni glóð og fylla uppí ójöfnur eins og ör og fínar línur.

Ég vona að þessi umfjöllun mín hjálpi ykkur við val á primerum – ef þið farið svo útí næstu verslun sem selur snyrtivörur þá mæli ég með að þið prófið að bera primer á handabakið til að finna áferðina eða á hnúana (fingurliðina) – þá sjáið þið hvernig þeir fylla í ójöfnurnar og slétta yfirborð húðarinnar.

Ekki hika svo við að senda mér spurningar um þessa eða aðra primera – hvort sem það er hér á blogginu eða á ernahrund@trendnet.is:)

Ohh hvað er gott að vera komin aftur!!

EH

Mömmuprófið

Skrifa Innlegg

16 Skilaboð

  1. Guðný

    1. February 2013

    Snillingur =)

  2. Steinunn S. Guðmundsdóttir

    1. February 2013

    love it !

  3. Íris Pedersen

    1. February 2013

    Primer, foundation og concealer eru líkar vörur ekki satt? Hver er munurinn og hvoru myndiru frekar mæla með að fjárfesta í ? Eða þarf maður kannski bæði? :))

  4. loa

    1. February 2013

    flínkust, knús:)

  5. Svala

    1. February 2013

    Hvar er hægt að nálgast Photo finish hér á Ísl? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      1. February 2013

      Smashbox er selt í Hagkaupum Kringlunni (2. hæð), Smáralind og í Garðabæ svo fást þær á snyrtistofunni Jöru á AK og á snyrtistofu útí Vestmannaeyjum – nafnið á henni er alveg stolið úr mér…:/

  6. Sigrún

    1. February 2013

    Fyrst það eru til primerar sérstaklega fyrir augna svæðið, þýðir það að ekki megi nota venjulegan primer á augun? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      1. February 2013

      Jú:) alla þessa hef ég notað á augun. Þessir sem ég tek ekki sérstaklega fram að séu fyrir augnsvæðið nota ég yfir allt andlitið;)

  7. Íris Björk

    2. February 2013

    Þú ert svo mikill snillingur – sjaldan sem að maður finnur svona góðar útskýringar og hvað þá á Íslensku *
    knús á þig*

  8. guðbjörg

    3. February 2013

    áhugavert en mjög óþægilegt að lesa svona á hlið.

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. February 2013

      Já – ég held það sé rétt hjá þér – sé það svona eftirá;) Næst verður þetta ekki svona:D