Mér hefur alltaf fundist rauðir augnskuggar svolítið spennandi – en jafnframt hef ég verið pínu hrædd við að nota þá af því ég hélt að ég myndi kannski líta út fyrir að vera með glóðurauga. Ég fékk mér þennan kremaða dökkrauða augnskugga í vor og var að vígja hann núna fyrst um daginn. Mér finnst þetta bara koma ágætlega út;)Ég byrjaði á því að grunna augnlokið með kremuðum brúnum blýanti og dreyfði vel úr honum yfir allt augnlokið. Setti svo augnskuggann yfir – bar hann á allt augnlokið sem og áferðin varð ótrúlega jöfn og fín útaf blýantinum sem var undir. Svo setti ég líka augnskuggann meðfram neðri augnhárunum en mjög lítið. Svo notaði ég svartan blýant og rammaði augað með honum og setti inní vatnslínuna. Svo var það bara nóg af maskara og frekar litlaus varalitur við. Einfalt og fljótlegt! Vörurnar sem ég notaði:
- Master Smoky Eyeliner í brúnu frá Maybelline
- Color Tattoo augnskuggi í dökkrauðu frá Maybelline – þessi er ekki til hér því miður.
- Limitless Eyeliner í svörtu frá Smashbox
- Falsies Feather Maskari frá Maybelline
- Hue varalitur frá MAC – þennan lit ættu flestar að kannast við ég held alla vega að allar bekkjarsystur mínar í versló hafi átt eitt stykki;)
Ég veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst þessar myndir töluvert betri en hinar sýnikennslurnar sem ég hef gert. Þær munu fylgja þó með inná milli á blogginu og verða vonandi betri þegar ég hunskast til að fá mér betri linsu fyrir myndavélina eða ennþá betri síma;)
EH
Skrifa Innlegg