Ást mína á skóm og ást mína á skóm frá Bianco hef aldrei farið leynt með, ég held ég gangi án djóks bara í skóm frá Bianco. Það er samt bara af því hún er uppáhalds og verslar maður ekki alltaf mest í uppáhalds búðunum sínum.
En alla vega í dag komu skór úr nýju samstarfslínu Bianco við norska ofurbloggarann Caroline Berg Eriksen í sölu hér á Íslandi. Ég fékk smá sneak peek í gær þegar Elísabet tók á móti sendingunni og fékk að máta og dást að þessum fallegu skóm og ég fékk líka að taka ykkur með mér inná snappchat – það ætti að vera ennþá inní story.
Það komu tvær týpur úr línunni hennar Caroline til landsins og ég kolféll fyrir þeim báðum. Skórnir koma bara í takmörkuðu upplagi og þetta eru alveg hágæða skór og hrein dásemd að stíga fæti inní þá. Ég var svo undursamlega heppin að fá pörin tvö í gjöf og það sem ég á eftir að nota þessa mikið. Ég hvet ykkur til að fara og kíkja á þessa fallegu skó því ég held þeir muni ekki stoppa lengi.
Caroline er einn stærsti bloggarinn í Noregi, bloggið hennar er alveg ofboðslega fallegt og það sem einkennir það eru bjartar og heillandi myndir. Hún er mjög virk og skrifar um móðurhlutverkið, gefur girnilegar mataruppskriftir, sýnir glæsileg dress og gefur lesendum að sjálfsögðu innsýn í sitt líf.
Línan hennar Caroline er mjög kvenleg og elegant, skórnir eru klassískir og stílhreinir og öll pörin eru frekar ólík og ég var lang spenntust yfir þeim tveim sem komu í sölu hér…
Allt er svo fallegt fyrir augað, kassarnir eru pakkaðir inn eftir leiðbeiningum að utan, með fallegum peach borða og þessu skemmtilega skilti sem ég ætla að koma fyrir á baðherbergishurðinni – kannski helst því það er ekki hurð á svefnherberginu okkar ;)
Sjáið þessa Chanel inspired Espadrilur. Þessar eru úr silkimjúku, fínu leðri og að stíga í skónna er dásemd. Ég sé þessa fyrir mér við flottar uppábrettar gallabuxur í sumar og við fallega sumarkjóla.
Með hverju pari fylgir fallegt bréf frá Caroline þar sem hún hvetur okkur til að njóta og dekra okkur sjálfar, taka smá tíma og passa að njóta hvers augnabliks! Svo er allt voðalega sætt og djúsí í línunni svo nokkrir dásamlegir nammimolar fengu að fylgja með.
En hjálpi mér þessi ökklastígvél – ég bilast! Ég hef bara sjaldan sé jafn fallega skó og jafn stílhreina hönnun sem er jafnframt svo töffaraleg og klæðileg. Mótunin á skónnum sjálfum er fullkomin og þeir eru svo fallegir á fæti. Það kom mér á óvart hve þægilegir þeir eru en það er rennilás aftan á skónnum svo það er auðvelt að smeygja sér í þá. Támjótt hefur komið svo sterkt inn undanfarið og mér finnst skórnir samsettir úr trendum í skóbúnaði sem gerir þá svo einstaka og flotta – I like!
Ég ætla að klæðast þessum á Konukvöldi K100 og Smáralindar í kvöld og ég vona að þið komið og kíkið á mig. Ég verð fyrir framan Lyfju eins og áður og verð með nýju fínu hreinsimottuna frá Real Techniques og ætla að fræða ykkur um hana og kenna ykkur að nota hana. Það verður fullt af æðislega skemmtilegum atriðum, happdrætti, drykkjum, förðunum, naglalaökkun og afslættir alls staðar. Ég held þetta kvöld verði bara æðislegt í alla staði og ég get ekki beðið eftir að mæta á eftir!
En hvernig líst ykkur á nýju pörin í skóskápnum mínum, ef ykkur líkar þá ættuð þið endilega að kíkja á Elísabetu inní Kringlu í dag og knúsa hana frá mér og skoða skónna endilega betur.
Erna Hrund
p.s. ef einhver sem ræður þarna úti hjá Bianco er að lesa þá er ég alltaf til í að hanna skólínu fyrir ykkur!!!
Skrifa Innlegg