fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans #2

Þá er komið að því að leysa frá skjóðunni varðandi fleiri sniðug leyndarmál sem makeup artistar luma á. Hugmyndin að þessum pósti kom frá bloggi sem Andrea póstaði sem fjallaði um sniðugu stiftin frá NARS. Mig langar að segja ykkur frá því hvernig þið getið notað förðunarvörur á fleiri en einn hátt – oft getur verið að það leynist einhver vara inní skáp hjá manni sem maður notar aldrei en þið mynduð kannski nota hana á einhvern allt annan hátt en þið upphaflega keyptuð hana fyrir.

Varalitur sem Kinnalitur:

Þetta hafið þið nú líklega heyrt oft áður. Varaliturinn getur stundum komið jafnvel betur út en hinn venjulegi kinnalitur og t.d. kemur svipuð áferð þegar þið notið kremaðan kinnalit og varalit. Því ekki bara að nota þá varalitinn sem kinnalit eða kinnalitinn sem varalit. Ég nota rosalega mikið sanseraða varaliti sem kinnalit á sumrin til að gefa húðinni smá auka glóð og oft er líka meira litaúrval í varalitum heldur en kinnalitum.

Gloss sem Highlighter:

Þetta ráð er ótrúlega sniðugt að nýta sér t.d. á sumrin eða þegar maður er erlendis í heitu landi og vill fá svona fresh lúkk. Örlítill gloss hvort sem hann er glær eða sanseraður á kinnbeinunum getur gert mikinn mun og gefið andlitinu smá upplyftingu. Sólarljósið endurspeglast í glossinum og gefur andlitinu fallega glóð. Á myndinni fyrir neðan setti ég fyrst highlighting primer og til að ýkja ennþá meira glampann setti ég smá glæran gloss yfir. Gel Eyeliner sem Maskari:

Gel eyelinera getur verið mjög einfalt að bera á augnhárin. Það er t.d. hægt að nota bursta sem er kallaður fiðrildabursti sem lítur út eins og pínulítill blævængur og er úr gerviaugnhárum. Ef þið eigið flottan litaðan eyeliner sem ykkur langar að prófa að nota sem maskara ekki hika þá við það að prófa að setja hann á augnhárin – þið þurfið bara að passa að setja hann yfir og undir augnhárin. Þið getið að sjálfsögðu líka notað einnota maskaragreiðu. Þetta er gott sparnaðarráð sem er hægt að nýta sér núna því litaða maskaratískan virðist vera að ná tökum hér á landi. Ég nota t.d. stundum svartan gel eyeliner til að fylla uppí örlitla rönd alveg í rótinni á augnhárunum sem vill stundum verða maskaralaus, getur verið sérstaklega áberandi á ljósum augnhárum.

Eyelinerblýantur sem Varablýantur:

Oft dettur mér í hug svona 5 mínútum áður en ég fer út að ég vilji bara vera með varalit sem ég á bara ekki til – þetta kemur ansi oft fyrir. Undanfarið hef ég verið mikið í því að vilja vera með dökkrauðbrúnan lit. Í staðin fyrir að vera bara ómöguleg og sleppa því að fara út – þið hljótið að kannast við það að þegar maður lítur ekki alveg eins út og maður vill þá getur maður orðið ómögulegur  – næ ég bara í dökkbrúnan eyelinerblýant og fylli upp í varirnar og set síðan flottan rauðan varalit yfir. Það er líka hægt að byrja á því að blanda litinn saman á handabakinu og setja síðan á varirnar með varalitapensli. Ég hef notað þetta ráð bæði til að dekkja varaliti og til að lýsa þá og búa t.d. til pastel liti, það geri ég með því að blanda hvítum eyeliner við sterka liti eins og skærbleikan eða fjólubláan. Á myndinni fyrir neðan notaði ég einmitt hvítan eyelner og fjólubláan varalit til að gera þennan fallega pastel lit.Eyeliner sem Augnskuggi:

Þetta ráð hljótið þið að kannast við. Eyelinerinn gerir ótrúlega flotta undirstöðu fyrir augnskuggann. Hann gerir það að verkum að það er auðveldara að dreifa úr augnskuggunum á augnlokinu og pigmentin í skuggunum verða ennþá sterkari. Þetta ráð virkar með eyelinerum sem er auðvelt að dreifa út í hvaða lit sem er. Á myndinni hér fyrir neðan notaði ég svartan eyeliner til að gera svarta litinn miklu þéttari.Vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað smá og gefi ykkur hugmyndir um hvernig þið getið notað förðunarvörurnar ykkar á fleiri en einn hátt:)

EH

Ást í Grease

Skrifa Innlegg