Ég verð kannski seint þekkt sem mikill snyrtivöruspekúlant, en stundum finn ég vörur sem mér finnst vert að deila með ykkur hér!
Aloe vera & rósavatns andlitspray frá Mario Badescu –
Rakagefandi og mega frískandi.. Þægilegt að hafa í veskinu þegar maður er out and about – frá Urban Outfitters
Dr PawPaw tinted peach pink balm –
Keypti þetta líka í Urban Outfitters og er nánast farin að nota þetta daglega í staðinn fyrir kinnalit.
“Our paw paw balm is made in the UK from a variety of natural ingredients including the ingredient fermented Pawpaw, the fruit of the plant Carica Papaya. The Pawpaw has been found to have natural healing qualities and is believed by many to be the finest natural medicine yet discovered”
Hægt að nota á kinnar, varir og augu
LA Girl Matte Flat velvet lipstick –
Nýtt í Einveru, ég ákvað að prófa eitthvað meira frá LA Girl fyrir utan snilldarglossin sem við höfum verið með undanfarið. Þessir varalitir eru ekki síðri en glossin. Velvety og mött áferð, fallega nude litur og það besta? Hann er á 790kr. Ég er líka skotin í Spicy litnum.
Fæst í Einveru & Fotia.is
Origins retexturizing mask with rose clay –
“A two-in-one purifying mask and skin refiner that’s formulated with Canadian willowherb, Persian silk tree, and a potent blend of actives to smooth, refine pores, and boost skin’s overall quality”
Ég fékk þennan í afmælisgjöf frá vinkonu minni og er sjúklega ánægð með hann! Sakna Origins mikið á Íslandi, enda eitt af mínum uppáhalds snyrtivörumerkjum.
x hilrag.
Skrifa Innlegg