Þegar við fjölskyldan komumst loksins útaf spítalanum beið okkar ein sú fallegasta gjöf sem ég hef fengið á pósthúsinu – Finnish Baby Box. Ég rakst á þetta ótrúlega flotta concept á vafri mínu á Facebook og heillaðist um leið.
Frá um það bil 1930 hefur finnska ríkið styrkt verðandi foreldra með nauðsynjum sem þau þurfa þegar þau eiga von á barni. Fyrst var um að ræða styrk en svo þróuðu þeir Finnish Baby Box sem er kassi sem inniheldur föt, bleyjur, sæng og alls konar æðislegan varning og kassinn sjálfur er ætlaður sem vagga fyrir barnið. Þetta var liður í því að reyna að koma í veg fyrir vöggudauða og jafnframt er þetta ótrúlega flottur styrkur fyrir velferðarkerfið þar í landi. Síðan ég kynntist Finnish Baby Box hef ég séð umræðu á netinu um þetta fyrirbæri og lesið frá finnskum foreldrum hvað þetta sé einstök gjöf og hvað það ríkir enn í dag mikill spenningur hjá verðandi foreldrum fyrir komu kassans.
Þetta fallega fyrirbæri fannst þremur finnskum feðrum nauðsynlegt að kynna fyirr restinni af heiminum og til varð fyrirtækið FINNISH BABY BOX. Þar getum við hin keypt glæsilegan kassa sem er byggður á sömu hugmyndafræði og inniheldur dásamlega finnska hönnun – nú er komin sérstök múmínútgáfa af kassanum sem var einmitt kassinn sem beið okkar Tuma.
Ég held í alvörunni að við Aðalsteinn höfum fengið að upplifa smá af spennunni sem finnskir foreldarar hafa lýst í skrifum sínum á netinu þegar við opnuðum kassann og týndum allan æðislega varninginn uppúr honum. Þar var að finna, sæng, sængurver, lak, fullt af æðislegum fötum uppír stærð 86, útigalla með lúffum og hosum, prjónaðan ullargalla, fullt af sokkum og húfum, kerrupoka, pela, snuddur, brjóstainnlegg, bleyjur, dömubindi, bursta, handklæði, naglaklippur, smokka, hitamæli fyrir bað og múmínbangsa – svo eitthvað sé nefnt – ég ætla að sýna ykkur allt innihald kassans innan skamms.
Í botninum á kassanum var svo dýna og nú sefur 4 vikna Tuma gullið okkar í kassanum. Það fer svo lítið fyrir kassanum og það fer alveg svakalega vel um Tuma í honum. Við erum svo með Babynestið í kassanum og svo kúrir hann með múmínsæng. Hann er búinn að vera í kassanum nánast frá þeim degi sem við komum heim frá spítalanum og við foreldrarnir eru ótrúlega lukkuleg með þessa yndislegu gjöf sem kom til okkar frá Finnlandi.
Hugsið ykkur ef íslenska ríkið tæki það finnska til fyrirmyndar með að styðja við foreldra. Þó það væri nú ekki bara með einum bleyjupakka.
Við eigum svona smá tengingu við Finnland – ekki bara ást mína á múmínálfunum – en amma hans Aðalsteins er finnsk og því finnst okkur dáldið skemmtilegt að fá að taka þátt í þessari hefð frá landinu hennar. Tumi er nú með örfá finnsk gen og fleiri en margir aðrir svo finnski pappakassinn er frábær til að hylla þau.
Kassinn var vægast sagt stútfullur af æðislegum finnskum vörum – bæði moomin og líka bara vörum frá þekktum finnskum merkjum. Persónulega finnst mér algjör snilld að geta keypt svona kassa með öllu því sem maður þarf fyrir barnið og þó verðið sé hátt þá get ég fullyrt það verandi mamma sem pungaði út fyrir öllum þessum vörum með fyrsta barn að það er hagstæðara að kaupa einn svona en að kaupa allt sem er í honum – þ.e. ef maður hefur tök á því. Einnig er þetta frábært fyrir marga til að skella saman í eða jafnvel fyrir ömmur og afa til að gefa öll saman. Ég hefði þurft fátt annað en innihald kassans fyrstu vikurnar eftir að við áttum Tinna.
Ég hef fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi kassann bæði frá lesendum, mömmum, ömmum og múmínaðdáendum. Okkur langaði ofboðslega að gera eitthvað sérstakt fyrir þessa áhugasömu og hér fáið þið að lesa um alveg einstakt og mjög veglegt tilboð sem feðurnir ætla að bjóða íslenskum viðskiptavinum. Ég fékk fyrsta kassann sem var sendur til Íslands svo það var forvitnilegt að sjá hvernig hann myndi fara í tollinum, kostnaðurinn var dálítill en ég er samt á því að það komi betur út að kaupa hann en að kaupa allt innihald hans hér eða þ.e. sambærilegt – við erum að tala um eðal finnska hönnun! En vegna tollanna ætla þeir að bjóða íslenskum viðskiptavinum uppá afslátt sem nemur því sem þarf að borga í tolla og skatt þegar kassinn kemur til landsins. Þið getið notað kóðann paytaxeslater þegar þið kaupið Finnish Baby Box þann venjulega eða múmínútgáfuna. Mér finnst þetta svakalega fallegt boð og ég mæli með því að þið sem hafið áhuga og tök á grípið tækifærið en kóðinn verður alla vega virkur út október.
Finnish Baby Box er frábær gjöf fyrir verðandi foreldra og tilvalið fyrir ykkur sem eigið von á fyrsta barni, ykkur sem ætlið að taka ykkur saman og fagna barni með babyshower veislu fyrir vini eða viljið gleðja komandi barnabarn :)
FINNISH BABY BOX & FINNISH BABY BOX MOOMIN EDITION
Ef þið smellið á linkana hér fyrir ofan þá getið þið séð hvað er í kössunum – sjón er sögu ríkari!
Að lokum nýti ég bara enn eitt tækifærið til að þakka þeim Anton, Anssi og Heikki kærlega fyrir Tumalinginn okkar – við erum ennþá í skýjunum!
Munið afsláttarkóðann paytaxeslater !!!
EH
Skrifa Innlegg