Nú styttist í krílið í maganum með hverjum deginum sem líður… bara rétt rúmir tveir mánuðir í settan dag og ég stækka með hverjum deginum sem líður, eða það finnst mér alla vega.
Allt er orðið aðeins erfiðara, ég er orðin aðeins fyrirferðameiri, hægari, þreyttari, dagarnir finnst mér bara styttast því tíminn er svo óskaplega fljótur að líða – aðeins of fljótur fyrir minn smekk…
Unnustinn náði þessari yndislegu mynd af mér og börnunum okkar í morgun þegar við Tinni Snær vorum aðeins að kúra áður en við færum í vinnu og leikskóla. Ég varð samstundis ástfangin en hún lýsir svo sannarlega líðan minni og ástandi.
Ég elska útaf lífinu að vera mamma þó því fylgi auðvitað alls konar tilfinningar, kvíði og stress en allt það góða við það vegur svo miklu sterkara á móti. Ég get ekki beðið eftir því að fá krílið í maganum í hendurnar og verða tveggja barna móðir þó tilhugsunin geri mig stundum smá stressaða þá fæ ég samt alveg dásamlegan fiðring í magann við tilhugsunina – já eða karate spörk!
Hlakka til að njóta næstu vikna í botn – 9 vikur í settan dag og þetta líður alltof hratt en vá hvað þetta verður gaman :)
EH
Skrifa Innlegg