fbpx

Eruð þið búnar að smakka…!

Ég Mæli MeðLífið MittMeðganga

Ég veit að yfirskriftin fyrir bloggið mitt er förðunarblogg en mér finnst þó nauðsynlegt að gefa ykkur smá innsýn í meðgönguna, fylgikvillana, klæðnaðinn og já fíknirnar sem taka af manni öll völd – ég var búin að segja ykkur frá því fyrsa sem ég fékk craving í á meðgöngunni sem voru sítrónur. Seinna birtust svo klakarnir og þegar nýja Egils Límonaðið birtist í verslunum varð það samstundis að craving-i. Ég veit samt ekki hvort ég sé mögulega að kenna meðgöngunni dáldið um óhóflega drykkju mína á þessum einstaklega vel heppnaða sumardrykk…

Límonaði hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, frá því ég man eftir mér hef ég viljað bæta sítrónu útí alla gosdrykkir og þegar ég fer erlendis kaupi ég mér alltaf eitthvað gott og frískandi límonaði því ég hef bara ekki alveg verið nógu hrifin af þeim sem fást hér – annað hvort eru þau of sæt eða of súr. Þetta er það besta sem ég hef smakkað í langan tíma því það er alveg fullkomið jafnvægi á milli þess súra og þess sæta.

límonaði4

Hér á myndunum sjáið þið svo glitta í nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal sem kemur út á morgun og verður hægt að nálgast frítt í öllum snyrtivörudeildum Hagkaupa um allt land.

límonaði2

og hvernig haldið þið að ég hafi fagnað útgáfu blaðsins – með því að gera mér ferð í Hagkaup (en ekki hvert!) og kaupa sex hálfs líters flöskur af Egils Límonaði…

límonaði3

… já svo keypti ég líka blóm en það var bara svona spontant!

límonaði

En ég er ekkert að draga úr því þegar ég segi að ég sé að innbyrða óhóflega mikið magn af þessum drykk á hverjum degi – ég veit fátt betra en að troðfylla glas með klökum, fylla það svo af Egils Límonaði og drekka það ísjökulkalt. Mér finnst ég því algjörlega knúin til þess að segja ykkur frá þessu límonaði, hvetja ykkur til að vera með mér í því að kaupa það og reyna mögulega að hjálpa mér í að gera allt sem í valdi mínu stendur til þess að tryggja að þessi drykkur verði ekki bara sumardrykkur. Já vitiði það að mig langar að gráta – þetta er svona gott og ég trúi því ekki að Límonaðið sé bara framleitt í sumar í takmörkuðu upplagi ég bara skil þetta ekki enda hef ég ekki enn hitt eina manneskju sem þykir þetta ekki eins gott og mér. Ég held reyndar að engum þyki þetta jafn gott og mér þó Aðalsteinn veiti mér harða samkeppni…

Ég er ekkert að draga úr því þegar ég segi að þessir þrír lítrar sem ég keypti í dag munu duga okkur skammt. Ég er líka í því að segja öllum sem ég umgengst frá drykknum og býð öllum sem koma hér í heimsókn uppá glas af límonaði. Nú þegar er ég farin að plana fullt af grillveislum í sumar þar sem þessi verður í boði og ég hef heyrt að þessi sé líka góður í bollur – óáfengar jafnt sem áfengar.

Svona ef þið vissuð það ekki þá lítur út fyrir að við Aðalsteinn séum að fara að eignast súrsætt límonaðibarn í ágúst…

Þetta er sumardrykkurinn í ár það er bara klárt mál!

EH

Að gefnu tilefni langar mig að taka það fram að þessi færsla er ekki birt gegn neinni greiðslu – Límonaðið er bara svona gott. Ég ætla alla vega að gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að þetta verði bara sumardrykkur því ef það hættir í sölu núna í haust verð ég mjög bitur…

Bronze Goddess

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1