fbpx

Í skóinn hans

Fyrir HannJól 2014JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir hefðir í kringum jólin, ég reyni frekar að hafa það að leiðarljósi að gleðjast með mínum og hafa í huga að það er sælla að gefa en þiggja. En við kærustuparið höldum í eina hefð sem við höfum gert frá okkar fyrstu jólum saman og það er að við byrjum daginn á smá pakka sem leynist yfirleitt í skónnum okkar. Ég er nú þegar búin að pakka inn pakkanum sem minn fær að opna á morgun en ég væri þó alveg til í að bæta aðeins í hann, t.d. slaufu fyrir aðfangadagskvöld. Minn hefur alltaf verið meiri slaufumaður en bindismaður og hann vill eingöngu slaufur sem hann getur bundið sjálfur. Bekkjarbróðir minn úr Versló rekur ótrúlega flotta netverslun ásamt vini sínum – SONS.IS – en ég datt inná síðuna í dag og fór aðeins að renna yfir úrvalið, sem er til fyrirmyndar enda smekkmenn þarna á ferð. Fullt af bindum, klútum og slaufum og það nýjasta eru treflar úr angoru ull – eflaust ótrúlega hlýjir og góðir.

slaufurÞað er farið að reynast ansi erfitt að velja slaufu fyrir Aðalstein þar sem hann á nokkuð margar, þessar tvær eru þó sér á báti og líkjast engum sem finnast inní skáp hjá honum – hér sjáið þið úrvalið sem í boði er – SLAUFUR FRÁ SONS.
klútarÞað er náttúrulega voða mikið svona Chuck Bass legt að vera með silki klút í jakkafatajakkanum – en það er sam ótrúlega virðulegt og herramannslegt og klárlega hátiðarlegt. Úrvalið finnið þið hér – KLÚTAR FRÁ SONS.bindi

Mér líst best á þessi tvö bindi, finnst þetta vinstra megin sérstaklega skemmtilegt – dáldið svona öðruvísi, hjá strákunum fást klassísk bindi, prjónuð bindi og ullar bindi, úrvalið finnið þið hér  – BINDI FRÁ SONS.treflar

 

Svo eru það treflarnir og það veitir nú ekki af að eiga hlýjan og góðan trefil í þessum ansans kulda sem er á Íslandi um þessar mundir. Treflarnir hjá strákunum eru rosalega flottir finnst mér. Bara einfaldir og flottir og smellpassa yfir jakkaföt og við frakka. Kíkið á treflana hér – TREFLAR FRÁ SONS.

Nú þarf ég aðeins að fara betur yfir úrvalið og sjá hvað mun bætast við í skóinn hans Aðalsteins – hann mun held ég aldrei geta giskað á það!

Njótið dagsins í dag, ég er sem betur fer betri í dag en ég var í gær og vona að bakið nái sér til fulls eftir nokkra daga. Í kvöld er það svo hátíðartiltektin og eldunin á jólamatnum en við borðum finnska jólskinku sem er búin að liggja í saltpækli síðan í byrjun desember. Annars er hugur minn hjá yndislegum föðurbróður sem liggur uppi á spítala og ég óska þess innilega að hann fái að koma heim fyrir jólin og vera með okkur í möndlugrautnum í hádeginu á morgun hjá ömmu. Ég sendi honum hlýjar kveðjur og knús þessa stundina og vona að ég komist til að knúsa hann núna seinna í dag <3

EH

Hátíðarvaralitur ársins

Skrifa Innlegg