Ég get stundum verið alveg arfa vitlaus móðir – alls ekki með tímasetningar á hreinu en ég er alltaf að læra. Vissuð þið t.d. að maður ætti að kaupa jólaföt á börn í nóvember? Þá byrja þau alla vega að koma í búðir og ef maður vill fá réttar stærðir þá er best að klára það af þá… þetta er með eindæmum stórkostlegt :) Svo þegar ég uppgötvaði þetta þá var lítið sem ekkert til í stærð fyrir Mola litla en sem betur fer luma ég á einni dásamlegri ömmu sem geymir allt og þar á meðal matrósaföt af sonum hennar. Þau glæsilegu föt urðu fyrir valinu sem jólaföt ársins en á síðasta ári var hann líka í gömlum fötum frá ömmu sem afi hans klæddist á sama aldri og hann. Þau smellpössuðu enda eru þeir vinirnir einstaklega líkir í vaxtalagi á þessum fyrstu árum sínum.
Svo fötin eru komin og svo um helgina fattaði ég að barnið ætti nú enga spariskó – bara Timberland skó og í þeim fer maður nú ekki á jólaball. En þá dró ég fram dásamlega fallegu nýju mokkasínurnar hans Tinna Snæs sem við fengum hjá Petit.is – kolsvartar, fallega glansandi og þægilegt fyrir mjaðmadansarann mikla til að hreyfa sig í í kringum tréð.
Hér sjáið þið unga herramanninn á jólaballinu sem hann fór með langömmu sinni og afa á – ekki bar hrifinn af myndavélaóðu mömmu sinni – þessi er fyrir löngu kominn með ógeð af fínu Canon vélinni minni… :) Þar að auki sjáið þið glitta í fallegum skónna og ég er svo ánægð að ég greip þessa með mér en af því þeir eru svartir þá passa þeir við allt!
Mokkasínurnar eru úr vefversluninni Petit.is sem er löngu orðin ein af mínum uppáhalds en ég á ófáar vörur úr henni, nýlega bættist svo plakat og flíspeysa á Tinna í ört stækkandi safn vara frá þessari fallegu búð sem ég þarf að sýna ykkur við tækifæri.
Þetta eru auðvitað frábærir skór fyrir þau kríli sem eru nýbyrjuð að labba en mér finnst þeir ekki síðri fyrir pollann minn sem stækkar alltof hratt. Svo finnst mér þeir bara mjög klassískir í útliti og auðvitað passar svart við allt, ég ætlaði fyrst að taka gráa á Tinna en svo þegar ég sá hvað svarti liturin var flottur og glansmikill var ég fljót að skipta um skoðun!
Þessir eru líka tilvaldir sem jólagjöf fyrir þessi minnstu kríli og allt í góðu að gefa í haginn – það þarf ekki alltaf að gefa bara gjafir sem þarf að nota strax. Mér fannst alla vega gaman þegar fólk gaf okkur í haginn fyrir Tinna, hann óx svo hratt uppúr öllu og það er ekki fyr en nú sem fötin hans eru komin í almennilega notkun – allt var bara notað kannski tvisvar sinnum hér áður.
Undir ilinni er svo að finna logo verslunarinnar Petit.is en þetta er fyrsta varan sem búðin kynnir sem sína eigin – svona er um að gera að byrja vel. Þessar eru glæsilegar og gæðamiklar en þær eru framleiddar úr 100% leðri.
Skórnir eru fullkomnir við jóladressið en líka bara heima í smá sjónvarpsgláp – þessi ungi herramaður er alla vega hrifinn og eftir áramót fá þeir að fylgja honum til dagmömmunnar enda fullkomnir inniskór í leik og gleði.
Mæli með þessum fínu skóm sem jólaskó – mér finnst Tinni einhvern veginn ekki þurfa sérstaka jólaskó alveg strax, ekki á meðan hann er að stækka svona hratt, þessar fínu mokkasínur eru tilvaldar í verkið og miklu meira notagildi í þeim. Við erum bara heima á aðfangadag og erum svo í tveim jólaboðum á jóladag svo þessir fylgja okkur bara á milli og eru þægilegir fyrir Tinna Snæ að vera í – ekki kvartar hann alla vega enn :)
Fyrir áhugasamar þá eru mokkasínurnar til í alls konar litum og Tinni er í stærstu stærðinni sem er fyrir 18-24 mánaða og þeir eru alveg rúmir en Molinn verður tveggja ára eftir bara tvær vikur – ég á bágt með að trúa því hvað tíminn líður hratt!
EH
Skrifa Innlegg