Stiftfarði frá merkinu Makeup A var fyrsta ástin mín sem förðunarfræðingur – farðann lærði ég á í skólanum mínum og ég og hann skildum hvort annað svo vel. Farðinn hludi frá sér allt vit og þegar hann kláraðist fann ég bara nýja ást – en þessar tilfinningar blossuðu þó allar upp aftur þegar ég smurði á mig glænýjum stiftfarða frá Bobbi Brown – þeim sama og ég hóla í nýrri færslu með hátíðarlúkki frá merkinu. Ég ákvað því að nýta tækifærið og um leið og ég óska dömunni sem hlýtur þriðju aðventugjöfina sem er frá Bobbi Brown að fá að sýna ykkur fyrir og eftir myndir…
Fyrst er það lokaútkoman eins og iðulega.
Svo ég segi ykkur nú aðeins frá farðanum sjálfum sem þið sjáið hér fyrir neðan þá er þetta nýjasti farðinn frá Bobbi Brown. Mér finnst grunnförðunarvörurnar frá merkinu alltaf til fyrirmyndar enda hefur Bobbi alltaf sjálf lagt áherslu á að þær séu fullkomnar og hún vill að merkið sitt bjóði uppá bestu undirstöðuvörurnar. Því er þróunin alltaf gríðarleg á vörunum hjá merkinu en stiftfarðinn nýji er endurbætt útgáfa af stiftfarðanum sem var áður til. Breytingin er helst sú að nú er grunnur farðans litlaus – litnum er s.s. bætt í eftir að farðinn sjálfur er tilbúinn og auk þess eru nú komin pigment í farðann sem aðlaga sig að litarhafti þeirrar konu sem er með farðann. Farðinn inniheldur olífu olíu og shea butter sem gerir hann sérstaklega næringarmikinn og hann fer vel með húðina. Þetta er ekki svona farði sem margar konur hræðast þessir sem loka húðinni svo hún stíflast og bólur mæta í hús – þetta er farði sem gefur ótrúlega þekju og mikinn þéttleika en nærir húðina um leið og hann fullkomnar yfirborð húðarinnar. Farðinn er með gríðarlega góða endingu sem er 24 stunda ending en ég hef bara prófað svona 12 tíma endingu sem er glæsileg.
Mér finnst farðinn virkilega mjúkur og fallegur áferðar þegar hann kemur á húðina, hann er ótrúlega fljótlegur og góður í notkun en ég segi betur frá því hvernig ég nota hann hér fyrir neðan. Hann stenst mínar væntingar og minningar um þennan glæsilega stiftfarða en þessi farði var nýlega valinn besti stiftfarðinn fyrir árið 2014 í verðlaunum sem tímaritið Ebony gefur út.
En þá er komið að fyrir og eftir myndum – fyrst að sjálfsögðu fyrir:
Þegar ég prófaði farðann fyrst var húðin mín í sérstaklega slæmu ástandi – það var sá tími mánaðarins þið vitið. Ég gjörsamlega steyptist út í rauðum dílu og þetta var ekkert sérlega fögur sjón og það tók smá tíma fyrir mig að ná húðinni góðri. En þetta var þó glæsilegt tækifæri til að testa þekju á þessum nýja farða. En hér fyrir neðan sjáið þið að árangurinn stóð ekki á sér þekjan er til fyrirmyndar:
Litarhaft húðarinnar er líka fallegra og einn litur hefur færst yfir andlitið ólíkt því sem áður var. Þrátt fyrir mikla og þétta þekju þá er farðinn einstaklega léttur og þægilegur og ég finn ekkert fyrir honum þegar ég er með hann á mér.
Hér fyrir neðan sjáið þið svo betur hvernig ég maka farðanum yfir andlitið ;)
Ég set renni stiftinu yfir andlitið á nokkrum stöðum en farðinn er ótrúlega þéttur og mikill og það er um að gera að fara sparlega með hann því eins og þið sjáið þá er þetta alveg feikinóg til að dreifa svo yfir allt andlitið. Ég nota svo buffing brush frá Real Techniques til að dreifa úr farðanum.
Hér sjáið þið svo aftur lokaútkomuna, hér hafa augabrúnirnar verið mótaðar, kinnbeinunum aðeins lyft upp með smá skyggingu og highligter, smá litur í kinnunum, maskari á augnhárum og glans á vörunum.
Glæsilegur farði sem hefur verið í mikilli notkun síðan ég fékk hann fyrir nokkrum vikum síðan. Stiftfarðar eru virkilega flottir og þá ætti ekki að hræðast. Það er bara gott að hafa í huga að það þarf minna af þessari tegund farða en t.d. eins og fljótandi því þeir eru svo þekjandi. Við viljum náttúrulega alls ekki vera með eitthvað ótrúlega heví yfir andlitinu en með rétta tækni að vopni er engin ástæða til að forðast flotta farða eins og þennan frá farðadrottningunni miklu Bobbi Brown!
Þessi farði er glæsilegur og fær einróma lof dómara – s.s. mín og mín bestu meðmæli.
Þá er svo loks komið að því að birta nafnið á sigurvegaranum í þriðja aðventuleiknum mínum. Til lukku…
… sendu mér endilega línu á ernahrund(hjá)trendnet.is svo ég geti sent þér upplýsingar um hvert þú getur nálgast vinninginn.
Þar sem ég bað ykkur nú um að deila með mér ykkar uppáhalds jólalögum verð ég að segja ykkur frá mínu uppáhalds. Þetta á alltaf stað í hjartanu mínu – eitt það allra skemmtilegasta og með þessari yndislega fallegu konu:)
EH
Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg