Ég er alltaf að læra einhver ný trix fyrir hárið mitt og að kynnast nýjum vörum fyrir það líka. Ég sagði ykkur fyrir ekki svo löngu síðan frá endurkomu hárvaranna frá Toni & Guy til Íslands. Síðan ég kynntist þeim á ný hafa þetta verið einu hárvörurnar sem hafa komist að í minni rútínu. Ég elska sjampóin, hármóturnarvörurnar og þá sérstaklega krulluspreyið sem ég skrifaði um ekki fyrir svo löngu síðan sem færði mér krullurnar mínar á ný. Ég er alltaf að læra og eftir að ég fékk mér permanent á síðast ári þá í þriðja sinn fann ég að hárið mitt þornaði verulega svo nú nota ég alltaf t.d. sjampó og hárnæringu fyrir þurrt hár. Ég fann það líka að um leið og ég gerði það varð hárið mitt miklu fallegra og að krullurnar urðu bara fallegri – sjampóið skipti greinilega líka máli þegar kom að þeim.
En eftir permanentið var mér ráðlagt að nota næringarríkan hármaska fyrir hárið til að hjálpa því að takast á við þurrkinn sem því fylgdi. Viðvörunin sem fylgdi var þó sú að ég mætti alls ekki gera það of snemma því maskinn gæti þyngt hárið og krullurnar lekið úr. Svo ég þorði ekki að nota maska fyr en í nóvember – mörgum mánuðum eftir að ég fékk krullurnar og fyrir valinu varð hármaski frá Toni & Guy sem mig langaði endilega að mæla með fyrir ykkur sem eruð með þurrt hár eins og ég.
Maskinn heitir Reconstruction Mask og er í Nourish línunni frá merkinu. Hann er rosalega drjúgur og ég ber hann í handklæðaþurrt hárið eftir hárþvott og leyfi honum að vera í í 5 mínútur. Eftir að ég notaði hann fyrst trúði ég því ekki hvað hárið á mér varð silkimjúkt eftir hann og ég fann það bara strax þó svo hárið væri ennþá rennandi blautt. Áferðin á hárinu varð svo falleg og það fékk heilbrigðan glans.
Samkvæmt lýsingu á hármaskanum á hann að djúpnæra hárið og hann gerir það svo sannarlega. Formúlan er mjög þykk og drjúg í sér og það var ekkert mál að bera hann í hárið og að skola hann úr – og maður þarf alveg að skola hann vel úr það er alla vega tekið fram á umbúðunum. Ég var svona smá stressuð yfir því að þetta væri of mikið fyrir hárið og það myndi bara verða svona feitt í rótiunni en það voru óþarfa áhyggjur. Ég hef verið að nota hann svona 2-3 í mánuði siðan ég notaði hann fyrst og það sér ekki á krukkunni.
Ef hárið ykkar þarfnast næringar og það skjótrar næringar þá mæli ég eindregið með þessum fína hármaska en vörurnar frá Toni & Guy fást t.d. í Hagkaup og Lyfju :)
EH
Varan sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið senda sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg