Á morgun er deitkvöld hjá okkur Aðalsteini, ég er ótrúlega spennt að fá að eyða kvöldinu með manninum mínum, bara við tvö eftir miklar vinnuvikur og veikindi hjá mér og Tinna Snæ. Við ætlum að byrja á því að fara á Kopar og fá okkur að borða og rölta svo yfir í Hörpu og sjá Hnotubrjótinn með St. Petersburg Festival Ballet sem verður dansaður í takt við tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Við keyptum miðana fyrir nokkru síðan og ég festi strax augastað á fallegum kjól sem við fengum inní Vero Moda fyrir stuttu síðan. Ég stóðst ekki mátið og keypti hann fyrir tilefnið, en þó ég sé ekki mikið fyrir að vera í þröngum kjólum þá kallaði þessi nafnið mitt og ég hlakka dáldið mikið til að klæðast honum við fallega hæla og hátíðlega förðun.
Kjóllinn er alveg svartur en gylltar agnir mynda rendur þvert yfir kjólinn. Efnið er frekar þunnt og teygist vel svo ég sé fyrir mér að þessi verði mjög þægilegur og hann er tilvalinn til að nota meira yfir hátíðirnar.
Tvær nærmyndir….
Þessi er fullkominn fyrir deitkvöldið okkar á morgun – finnst ykkur ekki ;)
Ef ykkur vantar fallegan kjól fyrir hátíðirnar þá ættuð þið endilega að kíkja til mín og okkar inní Vero Moda Smáralind í dag. Í dag fögnum við jólunum með Smáralind og öðrum verslunum við verðum með nokkur æðisleg jólatilboð og svo er 15% afsláttur af öllum kjólum – það eru þrír svona eftir ;)
Kíkið endilega á mig – ég aðstoða eftir bestu getu!
Auk þess að sýna ykkur kjólinn langaði mig loksins að ná að setja inn nöfnin á nýjum eigendum Jóladagatals fjölskyldunnar…
Innilega til hamingju dömur, takk kærlega fyrir þáttökuna og takk fyrir að deila með mér og lesendum ykkar sögum. Dagatölin getið þið nálgast hjá Þóru Hrund og Erlu á skrifstofunni þeirra í Austurstræti 12 :)
EH
Skrifa Innlegg