Gestabloggarar kynntir til leiks!

Ragnheiður Lilja & Rebekka Rut

Ef þið lásuð Reykjavík Makeup Journal spjaldanna á milli þá tókuð þið vafalaust eftir greinum sem voru skrifaðar af systrunum Ragnheiði Lilju og Rebekku Rut Ívarsdætrum. Þessar dömur eru alveg einstakar og þær hafa brennandi áhuga á öllu sem tengist tísku, förðun og húðumhirðu. Ég kynntist þeim í gegnum mömmu þeirra hina einstöku Kristjönu hjá Lancome – þið hafið séð hana HÉR. Þrátt fyrir ungan aldur búa þessar systur yfir gríðarlega mikilli þekkingu á heimi snyrtivara og þær eru með mikilvægi húðumhirðu á hreinu – vafalaust móður þeirra að þakka.

Ragnheiði Lilju og Rebekku Rut langar mikið að byrja að blogga og þær eru stútfullar af skemmtilegum hugmyndum sem ég hlakka til að fylgjast með þeim framkvæma. Á meðan þær eru að feta sín fyrstu spor í þessum heimi ætla þær að fá að vera gestabloggarar á síðunni minni ásamt því sem þær munu að sjálfsögðu skrifa áfram í Reykjavík Makeup Journal. Ég vona svo sannarlega að ykkur lítist vel á þessa nýbreitni á síðunni minni og ég vona innilega að þið sem eruð á sama aldri og þær – eða eigið jafnvel dætur á sama aldri og þær – geti nýtt ykkur ráðleggingar frá þeim og haft gaman af þeirra skrifum – ég er alla vega mjög spennt. Systurnar fylgjast ótrúlega vel með því sem er að gerast í heimi tísku og förðunar og þær hafa oft sagt mér fréttir sem ég hafði bara ekki hugmynd um – þær koma inn með ferskan blæ á síðuna og ég býð þær velkomnar!

Mig langaði að kynna ykkur aðeins fyrir þeim og til þess sendi ég þeim nokkrar spurningar til að svara og innan skamms birtist svo fyrsta færslan þeirra :)

Nafn: Ragnheiður Lilja Ívarsdóttir
Aldur: 15 ára
Áhugamál: Mér finnst mjög gaman að fylgjast tískunni og vera með vinum og fjölskyldu.

Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir:

Mamma er fyrirmyndin mín og Zendaya.

Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tísku/snyrtivörum?

Síðan ég var yngri fannst mér mjög gaman að koma í vinnuna hennar mömmu þegar hún var að mála aðra og dreymdi um að verða það sama og hún. Mér fannst tísku heimurinn eitthvað svo spennandi og hef alltaf verið þannig frá því ég man eftir mér.

Hverjar eru uppáhalds snyrtivörurnar þínar?

Ég myndi segja að Babylips og eos varasalvanir séu alveg æðislegir á veturnar. Og svo er það maskarinn frá Maybelline Rocket Volum Express sem ég er alveg að elska. Og bb-cream hjá maybelline sem heitir Dream Fresh og er mjög gott á veturnar því það gefur mjög góðan raka og er auðvelt að bera á sig og Super Stay púður sem er einnig frá maybelline að því að það er mjög þægilegt og endist mjög lengi.

Hvaða flík er ómissandi fyrir veturinn?

Þægilegar og miklar peysur við svartar buxur eða leggings eru mínar ómissandi fíkur fyrir veturinn. Ef þú ert að fara til dæmis í skólan er hægt að nota trefill með, en til að gera það fínna þá er flott að setja fallegt hálsmenn með og maður er tilbúin. Líka það sem er alveg ómissandi er dökkar varir, það gerir allt fínna og er tilvalið fyrir veturinn

Nafn: Rebekka Rut Ívarsdóttir
Aldur: 13 ára
Áhugamál: Leiklist, Snyrtivörur og vera með vinkonum og fjölskyldu.

Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir:

Michelle Phan, Bethany Mota og mamma mín

Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tísku/snyrtivörum?

Ég held að áhuginn minn hafi byrjað mjög snemma , Mamma segir alltaf þessa sögu um mig þegar ég var lítil og við vorum að fara í búðina þá vildi ég alltaf mera með varalit algjört must. Líka umhverfið sem ég er alin uppí. Mamma er Makeup Artist og ég var alltaf með henni í vinnunni þegar hún var að farða fyrir tímaritin og fleira. Útaf því fékk ég mikinn áhuga á Snyrtivörum og tísku.

Hverjar eru uppáhalds snyrtivörurnar þínar?

Mér finnst alltaf svo flott að hafa augabrúnirnar náttúrulegar en flottar þess vegna finnst mér gimme Brow frá Benefit virka mjög vel. Ég er með þurra húð sérstaklega á veturnar þess vegna finnst mér dream fresh bb – kremið frá Mabelline mjög gott. Það gefur góðan raka frá sér og passar fyrir allar húðgerðir. Nýja uppáhaldið mitt er hyljari frá Maybelline sem heitir dream lumi touch hann er mjög góður í að hylja bauga og bólur.

Hvaða flík er ómissandi fyrir veturinn?

Töff vetrarkápur, svört flott stígvél og kozy peysur.

Ég býð þessar dásamlegu dömur kærlega velkomnar og ég hlakka til að fylgjast með þeim og færslunum sem þær koma til með að skrifa á næstunni. Fyrst eru það nokkrar hátíðarnýjungar sem skvísurnar ætla að taka fyrir og má þar helst nefna One Direction förðunarkassana sem eru nú komnir í verslanir og myndu ábyggilega gleðja margar dömur.

EH

Myndirnar af stelpunum tók Rut Sigurðardóttir fyrir tímaritið Júlíu

Hátíðarlínan frá MAC: Heirloom Mix

Skrifa Innlegg