fbpx

Galdrar að verki!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittSnyrtivörur

Vá hvað ég er ekki í stuði fyrir þetta veður. Dagurinn minn einkennist af því að klára smáatriðin fyrir stóra verkefnið og það styttist í að þið fáið að vita allt um það – ef ykkur vantar að fá smá vísbendingar þá ættuð þið að fylgjast með mér á Instagram @ernahrund. Á meðan ég ligg hér uppí sófa og horfi á mína uppáhalds, Revenge, á Netflix finnst mér tilvalið til að skrifa færslu um galdra vörurnar mínar…

Ég fékk tækifæri til að prófa íslenskar snyrtivörur um daginn – þvílíkir galdrar í dós. Ég er alveg dolfallin yfir mætti þessara vara!

galdrar

Galdrarnir frá Villimey eru æðislegir. Ég fékk sýnishorn af þessum þremur og ég er sérstaklega hrifin af Vöðva og liða galdrinum sem hefur nýst mér vel eftir flutningana.

Þegar við vorum í framkvæmdum gerði ég ýmsa hlut sem ég er ekki vön að gera í daglegu lífi eins og að mála gólf. Eftir þau herlegheit tognaði ég ótrúlega illa í vöðva í lærinu og eftir að hafa bitið á jaxlinn í tvo daga mundi ég eftir kreminu góða, gróf það uppúr einhverjum kassa og nuddaði því yfir sára svæðið. Ég hefði varla trúað því en sársaukinn hvarf samstundis. Ég hélt áfram næstu daga að nudda kreminu yfir lærið og allt varð aftur eins og það átti að vera. Galdurinn má nota á öll svæði líkamans við svona leiðinda meiðslum og líka á skordýrabit skv. heimsíðunni.

Frá því Tinni fæddist hefur hann verið með ótrúlega viðkvæma húð og sérstaklega á bossanum. Ég hef prófað öll krem, tekið súra ávexti alveg frá – hann má ekki fá einn sopa af appelsínusafa þá brennur hann á bossanum, kremin virka alltaf fyrst en svo hætta þau að gera það. Vaselín hefur þó reynst best ásamt nú Bossa galdrinum. Bæði kremin eru vantsheld sem passa uppá að svæðið verði vatnsheld svo þó það komi smá piss í bleyjuna þá er rauða svæðið varið. Bossa Galdur róar húðina og með hjálp hans gróa minnihátta brunar.

Sára galdrinn hef ég ekki enn prófað á sjálfri mér en ég hef heyrt góða hluti um hann og mun grípa til hans næst þegar svo ber að. Hann er ekki bara hugsaður fyrir sár heldur líka t.d. sólarbruna.

Kremin frá Villimey fást í flestum apótekjum og Heilsuhúsinu t.d. ég mæli algjörlega með þeim eftir mína reynslu :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Innblásturinn fyrir nýju YSL augnskuggana

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ásta Dröfn

    29. September 2014

    Bossagaldur er sko algjör galdur, eina kremið sem virkar á botninn á dóttur minni

  2. Greta

    30. September 2014

    Mæli algjörlega með varagaldri!

  3. Ásta

    3. October 2014

    Ég get ekki verið án varagaldurs! Besti varasalvinn ;)