fbpx

Video – Haustið frá Dior

AugnskuggarAuguDiorFallegtFashionFW2014makeupMakeup ArtistMyndböndNáðu LúkkinuNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Í ár ætla ég að kynna fyrir ykkur haustlínur merkjanna með aðeins öðruvísi brag – ég ætla að kynna þær fyrir ykkur með stuttum videosýnikennslum. Í þetta sinn hef ég gert það að markmiði mínu að gera stutt og einföld sýnikennsluvideo sem sýna ykkur á örfáum mínútum hvernig ég myndir nota vörurnar úr línunum. Þær eru þónokkrar haustlínurnar í ár og ég vil byrja á einni af minni uppáhalds sem er frá Dior. Reyndar verða Dior myndböndin tvö en það er einfaldlega vegna þess að línan er sett svo skemmtilega upp að tvö myndbönd eru eiginlega lágmark!

Haustlínan frá Dior einkennist af fimm einkennislitum merkisins – rauður, svartur, blár, grár og bleikur. Í hverju lúkki eru þrjár vörur augnskuggapalletta, naglalakk og varalitur.

Meðfram þessu sendir svo merkið frá sér fullt af dásamlegum augnskuggapallettum sem eru væntanlegar í verslanir en í þeim er búið að endurgera formúlu augnskugganna. Eftir að ég prófaði þá finnst mér þeir bara enn betri en þeir sem fyrir voru, formúlan er þéttari og pigmentin auðveldari í notkun – þau blandast svo fallega.

Fyrsta haustlúkkið sjáið þið hér fyrir neðan – hér er að sjálfsögðu um að ræða rauða lúkkið frá Dior…

diorhaust7 diorhaust8

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði í lúkkið…

diorhaustcollage

 

Augnskuggapalleta: #876 Trafalgar
Varalitur: #869 Rouge Massai
Naglalakk: #853 Massai

Hér fáið þið svo videoið sem er stutt og lagott – ég mæli með því að þið stillið upplausnina á HD svo þið sjáið það í fullum gæðum :)

 

diorhaust10

Hér sjáið þið svo lakkið sjálft sem mér finnst bara virkilega fínt. Ég er nú alltaf voðalega skrítin með rautt naglalakk ég kann eiginlega ekki að vera með þannig en þegar ég sá að liturinn var ekki alveg hárauður fannst mér hann mjög fallegur.

Eins og ég tek fram í videoinu þá finnst mér alltaf litirnir á lökkunum frá Dior flottastir enda mín uppáhalds naglalökk. Ég sýni ykkur lökkin betur á næstunni – þar er meðal annars einn dásamlegur blár litur sem ég er alveg dolfallin yfir.

Mér finnst þessi plómulituðu tónar alveg dásamlegir en það er kannski gott ráð að fara varlega í þá þar sem þeir henta kannski ekki öllum. En ég heillaðist samstundis en þetta lúkk er líka aðallúkkið sem er einmitt í herferðinni sjálfri.

diorhaust9

Ég er alveg ástfangin af þessari pallettu og þessi verður mikið notuð í haust því get ég lofað. Alla vega sjáið þið hér mína uppáhalds augnskuggapallettu úr haustlúkkinu frá Dior.

Ég kann vel að meta haustlínu merkisins mér finnst ótrúlega skemmtileg hugmyndin á bakvið hana og á næstunni mun ég setja inn annað video með vörunum sem tilheyra svarta lúkkinu.

Hlakka til að sýna ykkur það og meira en næsta haustlúkk video birtist á fimmtufdaginn en þar er það haustlínan frá Yves Saint Laurent sem verður tekin fyrir.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér og nota í videoinu fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Farðanirnar á Emmy verðlaunahátíðinni

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Lára B.

    27. August 2014

    Má ég spyrja hvaða farða þú notaðir ? :-)