fbpx

Náðu lúkkinu hennar Leighton

AuguFræga FólkiðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu Lúkkinu

Ein af best förðuðustu skvísunum í stjörnuheiminum er án efa hún Leighton Meester vinkona mín. Ég heillast alla vega yfirleitt af förðununum hennar og ég get setið tímunum saman á Pinterest og stúderað farðanirnar hennar. Mögulega vegna þess að við erum með svipað litarhaft og því get ég vel nýtt sömu aðferðir og hún.

Ég rakst á þessa mynd af leikkonunni á einum rúnti um heima Pinterest og fannst hún tilvalin í „náðu lúkkinu“ liðinn. Ótrúlega sumarleg og skemmtileg kvöldförðun sem er svona passlega mikil og elegant.

0539da6fbffaca6c038dfe72b67c927d

Byrjið á því að nota létt rakakrem, krem sem er ekki of feitt heldur frekar gelkennt og þannig að það fer fljótt inní húðina. Ef þið skoðið áferðina á húðinni hennar þá er hún mjög létt og náttúruleg. Ef kremin sem þið notið eru mjög þykk þá geta þau blandast saman við farðann ykkar sem getur gert hann kökukenndari.

Eftir að kremið hefur þornað berið ykkar uppáhalds CC krem yfir andlitið. Ef þið skoðið litarhaft húðarinnar hennar þá er það gjörsamlega fullkomið og birtan í kringum leikkonuna endurkastast fallega af húðinni hennar. Þessi birtutækni einkennir mun frekar CC krem heldur en BB krem.

Notið léttan ljómapenna til að lýsa upp svæðið undir augunum uppað gagnauganu, í kringum nefið, meðfram nefbroddinum og upp á ennið. Blandið formúlunni saman við CC kremið ykkar til að jafna úr áferðinni. Dustið léttu púðri yfir andlitið alls ekki mikið bara rétt svo til að matta aðeins húðina.

Áður en þið fullkomnið áfeðr húðarinnar snúið ykkur þá að augunum.

Setji svartan eyelinerblýant meðfram efri augnhárunum og dreifið létt úr línunni – ekki dreifa úr henni yfir allt augnlokið mýkið einfaldlega bara línuna ekkert meira. Ef þið skoðið myndina og augun hennar sjáið þið að línan undir augnskugganum er frekar afmörkuð. Haldið henni svona eins og vel og þið getið.

Takið næst taupe brúnan mattan augnskugga (frábær litur er t.d. einn af mono skuggunum frá Maybelline) og berið yfir allt augnlokið og myndið hringlaga skyggingu yfir allt augnlokið. Reynið að hafa áferðina í skugganum alveg jafna og ekki vera að fara mikið með augnskuggan fyrir ofan globuslínuna. Þetta er bara akkurat svona skygging sem á að vera á augnlokinu ekki annars staðar.

Gerið eins meðfram neðri augnhárunum og setjið loks svarta eyelinerinn inní augun í vatsnlínuna – allan hringinn. Veljið ykkur góðan þykkingamaskara með extra svartri formúlu til að gera augun svona seyðandi og dramatísk.

Greiðið vel úr augabrúnunum og mótið þær á náttúrulegan hátt með léttum púðurlit. Notið lit sem er eins nálægt ykkar augabrúnalit. Notið svo t.d. glært gel til að festa hárin í augabrúnunum svo hárin haldist á sínum stað.

Snúið ykkur nú að áferð húðarinnar og fullkomnið hana með því að dúmpa léttum fljótandi farða yfir þau svæði sem þið viljið að fái aðeins að ljóma eins og ofan á kinnbeinin, ennið, nefið og hökuna – svona þessi svæði sem standa út.

Notið matt sólarpúður til að skyggja andlitið og styrkja aðeins uppbyggingu andlitsins ykkar.

Veljið flottan ljósan gloss sem gefur vörunum sterkan lit og þétta áferð.

Svona fallegur brúnn litur ætti að henta sem flestum og brúnn fer öllum augnlitum svo ekki hika við að prófa þetta lúkk ef ykkur finnst það flott. Ég þarf alla vega að leika eftir þessari við fyrsta tækifæri – s.s. eftir flutninga… ;)

Eigið góða helgi kæru lesendur!

EH

Nýtt í skóskápnum

Skrifa Innlegg