fbpx

Áfram íslensk hönnun!

Ég Mæli MeðFashionÍslensk Hönnun

Nú vil ég hvetja ykkur til að leggja ykkar af mörkum til að styðja nýja íslenska hönnun í keppni á vegum Vogue Talent og Muuse. Elísabet Gunnars bað ykkur um það sama fyrir ári síðan þegar tveir íslenskir hönnuðir tóku þátt í keppninni.

Ragna Sigríður Bjarnadóttir útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands í ár og tekur þátt í keppninni með útskriftarlínunni sinni sem þið sjáið hér fyrir neðan.

1331.piece2 1331.piece5 1331.piece4 1331.piece3

„Ég vildi gera nútímalega og framtíðarlega línu. Ég byrjaði á því að pæla mikið í músunni minni, hvernig kona hún væri og hvernig lífi hún lifði. Mig langaði að hún væri næstum eins og geimvera, af öðrum heimi, sterk og sjálfstæð, hefði upplifað alls konar og stæði fast á sínu. Ég skrifaði BA ritgerðina mína um tísku og feminisma og það fléttaðist aðeins inn í þar sem mig langaði að búa til föt sem myndu ekki gera út á hinn hefðbundna kynþokka konunnar heldur búa til ný form utan um líkama hennar.

Ég notaði falleg og náttúruleg efni sem þó virðast vera tæknileg gerviefni og til þess að ná fram mismunandi áferðum notaði ég filmur, prent og fleiri tækni. Ég fékk silfurleður frá Sjávarleðri á Sauðárkróki og stafrænt prentað efni frá Textílprentun Íslands. Mér fannst mjög spennandi að nota bleika litinn mikið, sérstaklega af því að hann er svo kynjaður og oft tengdur við kvenleika og viðkvæmni. Ég vildi nota hann þannig að hann yrði ferskur og töffaralegur.“

– Ragna Sigríður

Nú þurfum við að taka höndum saman og tryggja það að okkar íslenska hæfileikafólk komist í úrslit. En nú stendur yfir kosning meðal almennings í gegnum netið og topp 50 keppendurnir komast áfram á næsta stig. Rögnu og fallegu línuna hennar getið þið kosið HÉR. Kosningu lýkur á morgun!

Úr þessum efstu 50 mun svo Senior Fashion Editor hjá ítalska Vogue, Sara Maino, velja einn sigurvegara. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en sigurvegarinn mun fá tækifæri til að hanna línuna sína uppá nýtt, framleiða hana og selja með hjálp Muuse.dk. Einnig verður valin topp 10 hópur sem almenningi gefst kostur á að kjósa á milli en sigurvegari þeirrar kosningar fær svoköluð People’s Choice verðlaun. Sigurvegararnir verða svo kynntir á tískuvikunni í Kaupmannahöfn núna í ágúst.

Skellið ykkur nú inná síðuna sem ég linka á hér fyrir ofan og skilið inn ykkar atvkæði – þetta tekur enga stund!

EH

Sumarið frá Lancome

Skrifa Innlegg